Undanfarið hefur mér oft verið hugsað til tveggja drauma sem mig dreymdi fyrir nokkrum mánuðum.

Fyrri draumurinn dreymdi mig stuttu eftir alþingis kosningar sumarið 2003, þá dreymdi mig að ég væri að labba úti á Ægisíðu, þar sem ég labba oft, og það var sól og fallegt bjart veður. Ég sé yfir fjörðinn og að Bessastöðum og yfir til Keflavíkur, svo skyndilega er eins og ég skynji mikinn óróa í lofti og ég sé rauðglóandi hraun velta hægt yfir Bessastaði og Keflavíkursvæðið, draumtákn geta oft verið ansi ýkt, ef má orða það svo, og mér skildist í draumnum að á þessu svæði yrði mikill órói næstu mánuði og í náinni framtíð, og gólandi hraunið sem vall yfir svæðið táknaði þann óróa, og þann glundroða sem því fylgdi.

Það sem fær mig til að hugsa til þessa draums er að það hefur verið mikill órói á þessu svæði, Forseta embættið hefur verið mikið í brennidepli og einnig uppsagnir hjá varnarliðinu.

Annar draumur sem mig dreymir skömmu eftir þetta, eða um 2 – 3 mánuðum seinna er ekki mjög geðþekkur, og fyrst ég hrökk upp af honum út af hrylling sem ég sá þá býst ég við að hann sé ekki við hæfi viðkvæmra.

Sá draumur byrjar á að ég sé yfir stóran hóp af fólki að mótmæla á einhverskonar stærðarinnar torgi, og fólki hrópar í takt og hoppar upp í loftið í takt og steytir hnefann um leið, það var mikil tilfinning sem fylgdi þessari sýn, reiðin var mikil sem myndaði einskonar djúpan stöðugan undirtónn sem var eins og þungur bassi, mér fannst samt þessi sýn væri sambland af stærðar torgi í Bandaríkjunum og í mið austurlöndum.

Á næsta andartaki er ég komin til Íraks, þar er ég áhorfandi að árás Íraka á Bandarískan hermann, Írakinn virtist hafa yfirhöndina og skaut látlaust að Bandaríska hermanninum, ég tók ákvörðun sem ég sá svo eftir, ég vissi Írakinn gæti ekki séð mig, og ég teygði út hendinga og kom við vopnið sem hann hélt á, og við það stendur það á sér, þetta gefur Bandrasíska hermanninum tækifæri til að stökkva á Írakann og afvopna hann.

Næsta sem gerist fær mig til að sjá innilega eftir að hafa skipt mér að bardaganum, þar sem Írakinn liggur afvopnaður á jörðinni á maganum með Bandaríska hermanninn yfir sér. Þá tekur Bandaríski hermaðurinn upp hníf og gerir sér lítið fyrir og byrjar að skera Írakann í sundur, og hann er svo snöggur að þessu að Írakinn er lifandi þegar hann er komin í sundur, klofin í herðar niður. Hatrið sem kom frá Bandaríska hermanninum þegar hann var að þessu var svo mikið, og hryllingurinn og blóðið var óskaplegt, ég hrekk svo upp úr draumnum við þá sjón að Írakinn lítur til mín rétt áður en hann deyr, og sé ég í heilann á honum um leið.

Það var mikill óhugur í mér eftir þennan draum. Og fannst mér að það væri mikill eldhnöttur komin af stað bæði í Bandaríkjunum og í Mið austurlöndum, og þessi eldhnöttur er knúin af hatri og ósk um hefnd, og þar sem hann veltur um hefur hann nóg að nærast á og stækka, og skyldist mér að þetta sem ég sá væri aðeins byrjunin á miklu meiri óhugnaði