Ég vil taka það fram strax hér í byrjun að ég er mikil efasemdamanneskja sem hefði aldrei trúað þessari sögu nema fyrir þá staðreynd að ég upplifði hana sjálf.
Mamma mín er svona amatörspákona og hefur alltaf verið mjög næm sem er allt gott og blessað en svona næm vissi ég ekki.
Fyrir nokkrum árum þá sagði hún mér draum. Hana dreymdi að afi væri staddur á Akranesi við sjóinn og þar voru svona standar til að þurrka fisk á. Hann stóð við standana og var að hengja á þá kolsvört fiskinet.(Afi var dáinn og við tengjumst Akranesi ekki á nokkurn hátt).Hún sagði mér þennan draum um morguninn þegar hún vaknaði.Í fjóra daga á eftir kvartaði hún mikið við mig um það hvað henni fyndist hún vera dofin og um kvöldið á fjórða degi fréttum við það að báturinn hanns pabba hafði sokkið 4 sjómílur út frá Akranesi.Og til að bæta ofan á þetta vaknaði 3 ára systir mín um kvöldið öskrandi og grátandi og talaði ekki um annað en mannin í bátnum, hún sem vissi ekkert um hvað hafði skeð.
Ég mun aldrei gleyma þessari atburðarrás og trúi því meira á svona hluti en áður.En ég hefði aldrei trúað draumnum hennar mömmu ef hún hefði ekki sagt mér frá honum strax þó hún sé ekki lygin.