ÞÚ ERT Í JAFNVÆGI (CENTERED) ÞEGAR:

· þú ert stöðug og í jafnvægi
· þú andar djúpt frá sólarplexus
· þú ert afslöppuð, róleg og einbeitt
· þú ert meðvituð, innra og ytra
· þú finnur fyrir tilfinningum þínum og lærir af þeim án þess að þær stjórni þér
· þú finnur fyrir samhyggð og ert tengd öðrum og umhverfinu
· þú kannt að meta sjálfa þig og aðra
· þú getur gefið og tekið á móti einlægri viðurkenningu
· þú ert full af orku vegna einhvers tilgangs
· þú ert stærri en ótti inn
· þú hefur ekki áhyggjur af því hvernig aðstæður leysast
· þú skemmtir þér og hlærð oft.


AÐ VERÐA MEÐVITAÐUR - FYRSTI HLUTI
Fyrir þessa æfingu þarftu hvít skissublöð, dökkan blýant, rólega hugleiðslutónlist, kerti og herbergi þar sem þú getur fengið að vera ein.

Kveiktu á kertinu og slökktu á öllum rafmagnsljósum. Spilaðu þægilega hugleiðslutónlist og komdu þér vel fyrir í sitjandi stöðu. Lokaðu augunum og andaðu djúpt og rólega. Notaðu hvern andardrátt sem tækifæri til að laga stöðu þína, hryggurinn ætti að vera hornréttur frá gólfinu, með höfuð og háls bein. Andaðu frá þindinni til að halda stöðunni á hryggnum.

Andaðu alveg frá þér og notaðu þindina til að þrýsta loftinu út. Ímyndaðu þér að öll spenna í líkamanum hverfi með loftinu. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum og þú kemst í slakað en árvökult ástand. Þegar þú hefur náð tökum á réttri stöðu og líkaminn er afslappaður skaltu einbeita þér að því að hægja á og jafna öndunina. Andaðu að þér og teldu upp að fjórum. Haltu í þér andanum í önnur fjögur slög. Ef það er óþægilegt til að byrja með skaltu byrja á tveimur og auka svo tímann rólega. EFtir því sem líkami þinn slakar meira á verður þetta auðveldara. Andaðu frá þér og teldu að fjórum og bíddu fjögur slög í viðbót áður en þú andar að þér aftur. Eftir nokkrar endurtekningar ætti líkami þinn að taka upp þennan rytma án þess að þú þurfir stöðugt að hugsa um það. Þú munt finna að hugurinn róast.

Kveiktu á kertinu (ef þú varst ekki búin að því) og starðu í logann. Láttu gagnrýna hugsun hætta og ef hugmyndir kvikna skaltu leyfa þeim rólega að hverfa aftur. Taktu eftir kertaloganum og hvernig hann varpar skuggum um herbergið. Andaðu djúpt og rólega og leyfðu þér aðeins að sjá ljós og skugga. Skissaðu á blað samspilið á milli ljóss og skugga án þess að horfa á sjálfan kertalogann. Ekki spá í listrænum hæfileikum þínum, skissaðu bara formin eins og þú sérð þau fyrir þér. Þegar þú ert búin skaltu líta á hvað þú hefur teiknað. Bíddu í smá stund áður en þú slekkur á kertinu og snýrð aftur til fullrar meðvitundar.


AÐ VERÐA MEÐVITAÐUR - ANNAR HLUTI
Notaðu þessa æfingu til að auka skynjun þína á samspilinu milli hinna fimm skilvita - þær fimm mismunandi leiðir til að skynja hina efnislega veröld. Fyrir þessa æfingu þurfum við bæði sama efni og í æfingunni á undan sem og ávöxt, t.d. appelsínu eða eitthvað sem lykt er að.

Endurtaktu fyrstu æfinguna. Þegar þú ert farin að skilja öll mynstrin skaltu taka ávöxtinn þér í hönd. Reyndu að finna fyrir áferðinni á meðan þú skoðar appelsínuna. Sjáðu ávöxtinn og leyfðu öðru skilningarvitinu, sjón eða snertingu, að renna saman við hitt, svo þú megir skynja þetta sem eina heild. Afhýddu ávöxtinn og hlustaðu á hljóðin sem það framkallar. Bættu þessu við upplifunina. Þegar þú afhýðir hann muntu finna sítrusilminn stíga upp og dreifast um í kringum þig. Fjögur skilningarvit hafa nú tekið þátt í þessari upplifun: sjón, heyrn, snerting og þefskyn. Sameinaðu þau í eina skynjun. Til að ljúka æfingunni skaltu borða appelsínuna rólega, einn bita í einu. Finndu hvernig aldinsafinn klístrar á þér fingurna. Finndu lyktina. Sjáðu bert kjöt ávaxtarins og finndu hversu mjúkt það er. Bragðaðu á því. Sameinaðu þessa skynjun í eina þangað til þú hefur fullkomalega „upplifað“ þennan ávöxt.



PROJECTION ÆFING - AÐ VARPA FRÁ SÉR ORKU
Lokakaflinn í árangursríkri magískri vinnu er sá eiginleiki að geta varpað orku, þ.e. að sleppa henni eða senda hana frá sér til að fara og vinna sína vinnu. Sumum finnst þetta mjög auðvelt en öðrum ekki. Þessi æfing mun hjálpa þér að ná tökum á þessum hæfileika.

Í þessari æfingu áttu að sjá þig fyrir þér á sjávarströnd. Taktu upp þungan stein sem þú finnur á ströndinni. Andaðu djúpt að þér og þegar þú andar frá þér skaltu sjá þig fyrir þér kasta steininum eins langt út í öldurnar og kostur er. Horfðu á hann skella í vatnið úti í hafsauga. Líttu aftur upp og sjáðu hafsaugað enn lengra í burtu. Taktu upp tvisvar sinnum stærri stein, dragðu djúpt inn andann og þegar þú andar frá þér skaltu kasta honum eins langt og augað eygir og sjáðu hann skella í vatnið í órafjarlægð. Endurtaktu þetta í þriðja sinn og stækkaðu steininn, lengdu fjarlægðina og auktu kraftinn í sendingunni. Haltu þessu áfram þar til þú virkilega finnur hvernig þú varpar orkunni með steininum. Þú munt finna fyrir eins tilfinningu þegar þú varpar orku sem þú hefur aukið og safnað í athöfnum. Þetta er líkamleg áreynsla svo þú ættir að vera þreytt í lokin -en hress engu að síður.



AÐ SKYNJA OKRU
Í þessari æfingu þarftu einhverja plöntu (t.d. pottablóm), kristal og einhvern stein á lágu tíðnisviði, eins og t.d. stein úr lækjarsprænu. Hafðu þetta fyrir framan þig.

Komdu þér vel fyrir í hljóðlátu herbergi, með hlutina fyrir framan þig, og róaðu hugann. Leyfðu huganum að reika alveg frjálst og hreinsa sig sjálfur. Nuddaðu saman höndunum og haltu þeim svo í ca. 10 cm fjarlægð frá hvorri annarri. Finndu hvernig hvernig þú heldur orkunni sem flæðir niður handleggina á milli handanna á þér. Æfðu þig á því að þrýsta orkunni saman um svona 2-3 cm og síðan á að láta hana vaxa. Sjáðu hversu langt þú getur dregið hendurnar sundur þangað til þú finnur ekki fyrir henni lengur. Leiktu þér með þetta í nokkrar mínútur. Taktu eftir því hvernig þú skynjar orkuna. Er hún köld eða heit? Kitlandi eða stingandi? Seiðandi eða eins og sláttur? Hvernig sem skynjun þín er skaltu leyfa huga þínum að venjast tilfinningunni.

Þegar þú ert tilbúin skaltu setja lófana utan um plöntuna en þó 2-3 cm frá. Sumir nota bara þiggjandi hendi (sem sem maður skrifar ekki með) en aðrir nota báðar. Það er betra að nota báðar í byrjun til að sjá hvor þeirra er raunverulega þiggjandi. Sumir eru jafnvígir á báðar hendur og nota þær til jafns til að skynja orku. Settu hendurnar utan um plöntuna fyrst og láttu orkuna flæða frá höndunum. Taktu eftir hvernig þú skynjar hana. Ekki taka það nærri þér þó þú finnir ekki neitt. Það kann að taka nokkrar tilraunir áður en þetta virkar. Það er oft betra að loka augunum á meðan. Þegar þú lokar fyrir sjónræna skynjun eykur það næmi hinna skynfæranna. Taktu þér tíma til að skynja plöntuna.

Þegar þú ert búin skaltu slíta tengslin rólega. Plöntur eru vanar orkunni sem við gefum þeim (og þú ert að gefa henni orku um leið og þú skynjar hennar). Það er óþægilegt að slíta tengsl snögglega, hvort sem um er að ræða manneskju, dýr eða plöntu. Hristu hendurnar til að hreinsa þær af orkunni, ímyndaðu þér aðhún fari af þér (bæði þín orka og plöntunnar) eins og þú værir að hrista vatn af þér.

Leggðu svo kristalinn í lófann á þér og hinn yfir án þess beinlínis að snerta hann. Gerðu það sama og þú gerðir við plöntuna. Taktu eftir orkunni sem flæðir frá kristalnum og sérstaklega hvernig hún er ólík orku plöntunnar. Þegar þú hefur gert þetta í nokkrar mínútur skaltu leggja hann frá þér. Hristu hendurnar aftur eins og eftir plöntuna og taktu svo upp lágtíðnisteininn og gerðu eins og með kristalinn. Taktu aftur eftir muninum á orkunni. Kristallar eru á háu tíðnisviði en venjulegir steinar eins og þessi á lágu. Sumir geta alls ekki fundið neitt frá venjulegum steinum, sérstaklega fyrst. Þegar þú ert búin skaltu hrista orkuna af höndunum enn einu sinni.
Þegar öllu þessu er lokið skaltu þvo hendurnar upp úr köldu saltvatni. Saltið hreinsar en kalda vatnið minnkar næmið. Sumir eiga nefnilega mjög erfitt með að slökkva á flæðinu.

Ef þér gengur illa að fá hendurnar til að loka flæðinu skaltu endurtaka þetta með saltvatnið og passaðu líka að sjá fyrir þér að flæðið hætti. Krepptu svo saman á þér lófana. Þú getur líka jarðtengt orkuna ef þú vilt eða sent hana frá þér.
Gerðu þessa æfingu helst á hverjum degi og punktaðu niður hvernig þér fer fram.



Nokkrar æfingar þýddar af http://www.jaguarmoon.org. Þessar æfingar hafa nýst mér vel og ég vona að þær verði öðrum einnig að gagni, því þær eru ekki í svo aðgengilegu formi á frummálinu á vefsíðunni.