Mig hefur alltaf langað að segja þessa sögu, og það trúa mér mjög fáir sem ég segji hana. T.d ég sagði mömmu og pabba frá þessu og mamma sagði að þetta væri bara tóm vitleysa eða ímyndun. En pabbi…………………………………………ha nn vill ekki einu sinni að ég sé að hugsa um þetta. Um hvað er ég að tala, það er stóra spurninginn. Ég sé alls kyns skuggaverur í speglum og á allt sem sem speglar á. En ég sé ekki þessar skuggavverur alltaf, ég sé þær bara þegar farið er að rökkva. Þess vegna kalla ég þessar undarlegu dellu ( sem hljómar kannski þannig í ykkar eyrum ) myrkraverur. Þessir draugar eða verur eru einhverjar manneskjur janfvel ættingjar sem áttu eftir að klára eitthvað í lífinu sínu. Þetta eru ótrúlegar mannfælur og sjást aldrei í neinum blokkum. En í mínu húsi sé ég mann, svolítið ungan, illa farinn, hefur greinilega druknað úti á sjó eða drepinn af einhverju. Hann er með svart hár, mjög sítt, ofboðslega fölur, klæðist svargrárri skikkju, hann labbar ekki heldur svífur, svo kemur hann bara þegar ég er ein á kvöldin. Þessi maður virkar svo einmanna hann hefur kannski misst konuna sína eða barn. Hann var ábyggilega uppi á tímanum 1700 og súrkál. En ég sé líka á öðrum stöðum svo sem heim hjá tvemur bestu vinkonum mínum, og uppí sveitinni. Heima hjá einni þeirra sé ég ljóshærða konu með sítt og mikið hár sem er liðað, hún var ábyggilega falleg en hún lést í slysi. Hún var í grárri skykkju og húðin hennar var mjög ljós. Hún var mjög góð kona ég fann blíðuna frá henni, en ég sé hana í mjög fá skipti. Heima hjá hinni vinkonuni sem býr útá Álftanesi sé ég rauðhærða konu sem var greinilega frá víkinga tímanum. Þessi kona var greiniega í ættinni hennar. Hún var í svargrárri skykkju og var með rautt herðaablaðasítt hár, ég fann að hún er mjög tortrygginn og var að leita af einhverju sem hún missti fyrir langa löngu. Hún er líka örvæntingarfull og hún bíður líka eftir einhverju.
Ég hef séð þetta síðan ég var 11 eða 12 ára. Það byrjaði á því að ég var að labba með Auði, svo man ég ekki hvort ég var með Ernu, Lilju eða Settu. Við vorum að labba meðfram eftir sjónum og stelpurnar fóru að hlaupa að leikfimisgrindinni sem er þarna nálægt. Þá sá ég í kvöldsólinni, ljósar útlínur af manni sem stóð þarna og starði á mig, ég var í sjokki. Ég hafði aldrei séð svona áður fyrr. Stelpurnar voru alveg að missa þolinmæðina því ég stóð þarna bara og starði á tóma gangstéttina. Þetta hljómar svoldið fyndið en þetta sá ég. Ég get ekki beint lýst því að ég sé skyggn ég held bara að ég sé næm. Ég hef aldrei haft miklar áhyggjur af þessu, þetta eru bara andar á villigötum.