Úff það er langt síðan ég skoðaði þessa síðu seinast. Núna var ég að taka eftir nýjum möguleika: “skoða fleiri greinar eftir höfundinn”. Alltaf er eitthvað nýtt dótarí að bætast við á þetta vefheimili. Ég ákvað að nota þessa nýju tækni og skoða mínar eigin greinar. Og viti menn! Mig sem minnti að greinarnar mínar hefðu verið svo sniðugar og skemmtilegar en nú fannst þær vera hörmulega leiðinlegar og tilgangslausar. Eyðsla á tíma mínum! Hvers vegna var ég í fyrsta lagi að snúa mér að þægilegu myrkri dulspekinnar? Þá var ég annar maður.

Eftir að hafa lesið mikið um dulspekileg málefni þá hef ég nú loksins komist að niðurstöðu.. Þetta er bara hjátrú! En endilega ekki trúa því! Ef þið viljið snúa ykkur frá brennandi ljósi sannleikans og lifa í draumaheimi dulspekinnar þá er mér sama. Flestum er líka sama um sannleikann. Fólk vill bara heyra það sem er gott og sjá það sem er gott. Það er þægileg tilhugsun að hugsa til þess að við eigum bara eftir að losna úr þessum “grófu líkömum holdsins” þegar við deyjum. Enginn deyr í alvörunni! Hugur mannsins er eilífur! Við förum bara einhvert annað, burt frá vandamálum grimms veruleikans, upp til skýjanna eða fæðumst bara uppá nýtt.. bara eitthvert annað en í eilífa þögn dauðans.

Dulspekin segir “burt með veruleikann”! Ég get tekið dæmi um “Wicca trúna”. Þeir lifa í þeim draumi að þetta sé aldagömul trú sem innihaldi gamla visku og galdrasiði sem við nútímafólkið vitum ekki af. Þetta er í mesta lagi 50 ára gömul trú (þið sem haldið öðru fram getið allt eins haldið ykkur saman)! Wicca er bara tíska eins og hver annar gsm sími. Punktur. (auðvitað voru til pagan trúarbrögð í “gamla daga” en aldrei Wicca)

Satanisminn er ekki mikið skárri en Wicca. Hann aðeins léleg túlkun “hins mikla Antons LaVey” á verkum Nietzsche og fleiri. Hann er mjög langt frá því að vera frumlegur. Það liggur við að hann hafi gert “copy&paste” út mest allt af bókinni sinni. Síðan Varð Anton bara að koma einhverskonar hjátrú inní þetta með einhverjum ritúalum og svartagaldri. Satanismi er bara húmansismi + hjátrú + unglingar sem fíla þungarokk. Sem betur fer er Anton dauður og mun ekki aftur upp rísa. Halelúja fyrir þeirri blessun! Halelúja fyrir Dauðanum!!

Spírítisminn er síðan bara hlægilegur og í besta falli barnalegur. Hann er Mjög Gott dæmi um fólk (eða flón) í afneitun. “Trúið Aðeins Því Sem Er Þægilegt! Dauðinn Er Lygi!”


En hvað með sannanirnar?

Það eru engar sannanir! Það eru ENGAR haldbærar sannanir fyrir lífi eftir dauðann og annarri hjátrú. Ég ætla ekki að vera að taka dæmi. Þið megið svo sem trúa því sem ykkur sýnist.
En ég hef snúið baki við dulspekinni! Helvítis þvæla, lygar og Öfug Þróun! Já það finnst mér!

En ég meina Kannski er til einhverskonar hugartengsl milli manna? Kannski fólk geti sent hugskeyti? En ef það er hægt þá er Ekki hægt að Sanna það með vafrandi huga mannsins og nútíma rannsóknaraðferðum.


Nú ætla ég t.d. að koma með gott dæmi um vitleysuna: Hugur allra manna á að halda áfram eftir dauðann! Það er eitthvað sem er sameiginlegt með nánast öllum trúm á hið Yfirnáttúrulega (nei, ekki náttúrulega heldur Y F I R N Á T T Ú R U L E G A! Halelúja!). En hvað er hugurinn? Hefur fólk spáð útí það áður en það kemur með svona yfirnáttúrlegar yfirlýsingar?
Hugurinn er samansafn minninga + meðfædd eðlisávísun, punktur.


Hvað verður um þá sem ná ekki að þróast andlega því þeir hafa engar minningar? T.d. þeir sem eru aldir upp hjá öpum eða hitta aldrei aðra mannlega manneskju. Heldur hugur þeirra líka áfram?? Ef þeirra hugur heldur áfram þá hlýtur hugur dýra einnig að halda áfram. Verða allar lifandi verur að öndum?? Óþægileg spurning ekki satt? Hvað verður upp frumdýr, gerla, skordýr, plöntur? Lifa bara mennirnir áfram eða bara öll spendýr? Eða bara þeir sem hafa náð að þroskast í gegnum mannleg tengsl?

Eða veit fólk kannski ekkert hvað býður þeirra í Dauðanum

Ég er ekki að segja að fólk ætti hætta tafarlaust hugleiðslu sinni og brjóta styttu sína af Búddha. Heldur það að tilgangur hugleiðslunar ekki í nafni endurholdgunarinnar, heldur í nafni friðarins og einingunnar sem maður finnur innra með sér. En það eru engar árur, verndarenglar eða orkusvið sveimandi í kringum okkur. Þessar tilvísanir í “andlega orku” og mismunandi orkustaði eru bara hugtök sem lýsa sálarástandi manns. Ef “ljós orkan” er að streyma í gegnum mig þá þýðir það ekki annað en að mér lýður vel. Við erum líkaminn og líkaminn er við. Við erum ekki andi eða vitund sem aldrei deyr og getur séð fortíð og framtíð og framkallað galdra.

Því miður þá verður vondu körlunum ekki refsað í helvíti og hinum góðu umbunað í himnaríki. Fólk deyr og það gleymist hinum lifandi, hvort sem það er gott eða vont.

Ein af megin ástæðum þess að fólk gerist andlegt fólk er að það getur þó verið ánægt með að vera “æðri en hinir”. Meirihluti “andlegs” fólks hefur ekkert æðri hugsunarhátt en annað fólk. Það heldur það bara. Þegar Vottar Jehóva verða fyrir barðinu á “óupplýstum heiðingjum” geta þeir þó hugsað glaðir í bragði að syndararnir eigi eftir að brenna á dómsdeginum!

Bíblían er bara kennsla í siðferði (fara eftir boðorðunum!). Það verður samt að lofa fólkinu verðlaunum til að það hlýði (þá förum við upp til himna! Halelúja enn og aftur!). Það sýnir bara að við erum ekki nægilega þróuð til að vera góð á eigin spýtur. Það verður að kenna okkur það. Það er á mörkunum að við ættum að vera kalla okkur “hinn viti borna mann” (homo sapiens).



Fyrirgefið mér heift mína.

“Sönn orð eru ekki fögur; fögur orð eru ekki sönn.”
-Laó Tse