Eins og allir vita þá eru til sögur um ýmiskonar afturgöngur sumar eru góðar sumar vondar en sumar trúverðugar.

hér ætla ég að fjalla um nokkra drauga sem að hljóma án efa kunnulega.

Bloody Mary
eins og allir vita þá hafa gangið sögu, kanski ekki á Íslandi, en hinsvegar í bandaríkjunum. Ekki er vitað nákvæmann grunn á sögunni um Bloody Mary en hinsvegar hefur fólk ályktað að hún var norn sem var brennd fyrir galdra.

Ef þið viljið sjá hana hafið þá eftir þessu:
Farið í dimmt herbergi með spegli, horfið í spegilinn, þyljið nafnið upp 13 sinnum lítið svo um vinstri öxl í speglinum og þar á hún að standa, Í SPEGLINUM.
Afleyðingarnar eru hrikalegar og ekki mælt með að fólk reyni á þetta því að sögur segja að hún gæti gert ýmislegt ef að hún er kölluð fram t.d. 1.Drepið þann sem stendur við spegilinn, 2.Klórað úr augun, 3.Gert þann sem stendur við spegilinn brjálaðann, 4.Dregið þig inn í spegilinn með sér.

Undarleg símtöl:
Kona ein lá uppí rúmi sínu og særði nýdáinn eiginmann sinn þangað til að síminn hringdi. Þegar hún lyfti tólinu heyrðist einungis lágt hvíslandi hljóð líkt við stunur, þær hljómuðu eins og nýdáinn eiginmaður hennar. Þessi upplyfun gerði henni bylt við og hún gat ekki hætt að hugsa um símtalið yfir alla nóttina. Á endanum hringdi hún á leigubíl og bað hann um að keyra sig upp í kirkjugarð. Þegar konan steig úr bílnum og labbaði inn í kirkjugarðinn í átt að gröf eiginmanns sýns sá hún hvar stór staur hafði fallið ofaná gröf hans. Án nokkurs vafa þá var þetta staur sem hafði haldið uppi símalínum og sá húnhvar línan lá niður í gröf hans.
Einnig er sagt að þegar konan hafði svarað í símann þá hafði hún fangið lost og dáið samstundis. Þegar að verið var að flytja hana að gröf sinni var staurinn og snúran á gröf eiginmannsins.

Krakkar ýta þér af lestarteinum:
Þessi saga er SÖNN gerðist í alvöru og hún telst vera góð, eitt sinn í Texsas var rúta full af skólakrökkum sem var föst á lestarteinum, lestin sem fór eftir þessum teinum var í nánd og var á leifturhraða og small á rútuna, allir krakkarnir ásamt ökumanninum dóu.
“Ef þú nemur staðar á þessum lestarteinum í San Antonio og setur bílinn í hlutlausann þá mun hann sjálfkrafa byrja að haggast hægt af teinunum.”
Lögreglan fór á staðinn og rannsakaði þetta, það sem kom í ljós var að það er halli á þessum stað sem gerir bílnnum ekki kleift að hreyfast í þá átt sem hann leitar, en þegar að lögreglan tók fingraför af bílnum sem var notaður fundust fullt af litlum fingraförum útum allan bílinn.
Sagt er að börnin ýta bílnum til að koma í veg fyrir slys.

Þetta eru bara sögur ef einhver hefur öðruvísi útgáfur þá má hann/hún endilega deila með okkur.