Gert vegna umræðna um miðlamál á þræði undir liðnum dulspeki.

Hugleiðing og niðurstaða mín um stöðu heimspekilegrar hugsunar, gagnvart þessu málefni er hér fer eftir. Fjölmargir fremstu menn helstu menningarþjóða samtímans hverju sinni í eina og hálfa öld, ásamt fjölmörgum vísindamönnum fyrr og nú, hafa talið hver fyrir sig, sumir af persónulegum kynnum og ekki síður hinir ströngustu vísinda og fræðimenn, að kannanir og niðurstaða þeirra benda til að, maðurinn lifir þótt hann deyi. Hér verður getið nokkurra nafna er komu við sögu við rannsóknir á fyrirbærum andatrúarinnar í ýmsum löndum. Fyrstan má nefna Sir William Crookes mikinn frumkvöðul í rannsóknum á fyrirbærum og þó þekktastur vegna líkamningsins Katy Kings og dr. A. R. Wallace. Á árunum um1914-20. lagði dr. W. J. Crawford kennari við háskólann í Belfast, nafn sitt við rannsóknir á þessum fyrirbærum. Á svipuðum tíma komu fram í dagsljósið í bandaríkjunum prófessorarnir Hyslops og William James og einnig dr.Hodgsons. Á árunum um og eftir seinnna stríð hefur til að mynda Duke-háskólinn, staðið fyrir merkilegum rannsóknum á fjarhrifum, telepathie.
Þegar spíritistinn barst frá Bandaríkjunum til Englands er varð síðan heimaland hreyfingarinnar og ekki síst vegna þess að hvergi hafa jafn margir afburðarmenn að vísindafrægð og lærdómi unnið fyrir útbreiðslu málsins. Einna frægastur af öllum frægum má nefna sir A. Conan Doyle og hin síðari ár fyrir og eftir 1940 má nefna sir Dowding lávarð. Þegar upp úr árinu 1850 barst spíritistafárið til Frakklands og þar má nefna próf. Rishet, dr. Geley, madame Bisson og C. Flamarion einnig heimspekinginn Henry Bergson. Frá Englandi til Þýskaland barst hreyfingin eftir 1850 og má fyrstan nefna, barón Karl du Prel í Munchen og próf. Zölner í Leipzig.
Til Ítalíu barst hreyfingin snemma og má þar nefna stjórnmálamanninn Mazzíni og þjóðhetjuna Garibaldi og próf. Lombroso vísinda og efnishyggjumann.
Til Norðurlanda barst hreyfingin um aldamótin 18-1900. Að norðurlöndum öðrum en Íslandi er Einar Hjörleifsson Kvaran einna þekktastur þeirra manna er komu nálægt afskiptum hreyfingarinnar hér á landi. Að þessir menn leiðast út í fullyrðingar af þessu tagi, þarf kjark og þor. Það er mjög hæpin ályktun að óvönduð rannsókn eða könnun sé hér í boði. Jafnvel sá er efast, mun ekki þora birta neitt án þess vera búin að þaulkanna efnið áður en til birtingar kemur, vitandi að fyrir utan bíða gammar sem reyna að halda útrás þekkingarinnar niðri á þessu sviði og þarf ekki að fara í grafgötur um hverjum þeir hafa bundist tryggðaböndum.Til gamans má geta hér nokkura setninga er hrotið hafa á vörum miðla í sambandi við framliðna og ritmiðla. Að deyja er eins og að fara í annað herbergi. Þetta er eins og að skipta um föt. Hér er allt þétt viðkomu eins og áður á jörðinni. Ekki dáin, bara flutt. Ekki má gleyma rifrildi sem Svedenborg átti við framliðna sem gátu ekki setið undir hugmyndum hans um hvernig framlífið væri. Þeir höfðu aðra sögu að segja, þeir þurftu að búa þarna og hlytu þess vegna að vita betur.
Nísir tók þetta saman.