Descartes eða Darri eins og ég vil kalla hann er fulltrúi dulspekinga innan náttúruvísdindanna. Darri færði rök fyrir því að hugur hans væri utan efnisheimsins og gilti þar með ekki sömu lögmálum og giltu í efnisheimnum. Ég ætla ekki að fara ýtarlega út í fræði hans hér heldur fjalla um náttúruvísindamanninn sem hafnar honum og afleiðingarnar sem það hefði fyrir fræðin hans ef tvíhyggja Darra væri rétt.
Ef Darri er ekki bara með vitleysu og eitthvað sannleikskorn í pælingum hans gæti það haft þær afleiðingar í för með sér að náttúruvísindamaðurinn þyrfti að hafna lögmálum sem eru honum kærkomin. Owen Flanagan sem er höfundur bókarinnar ,,The Science of Mind“ (1984) og sem þessi skítsæmilega grein mín byggir að mestu leyti á telur að hér gæti sjálfu varðveislulögmálinu verið ógnað. Ef Guttormur ætlar í leikhúsið væri (þannig séð) hægt að mæla líkamsorku hans í A og svo B þar sem hann er kominn í leikhúsið. Ef það væri óefnislegur hugur sem orsakaði förina er orsökin utan efnisheimsins þar sem varðveislulögmálið gildir og hefur áhrif á orsakakeðju efnisheimsins með einhverjum duldum aðferðum.

Óáþreyfanlegt rannsóknarefni: Ef hugurinn er óefnislegur, eitthvað annað heldur enn heilinn, þá bregst rannsóknarefnið grundvallarskylirði sem þarf til þess að geta skynjað það, mælt og unnið með á óhlutlægan hátt þannig að aðrir sjái.

Rannsóknaraðferðir og innskoðun: Tengist þeim vanda sem hér var greint frá áður. Ef hugurinn er ósjáanlegur þá er hann einungis opinn manninum sjálfum. Þannig getur ,,Guttormur” (mannsnafn) aðeins skoðað sinn eigin huga sjálfur. Enginn annar enn Guttormur getur greint frá því sem gengur á í hugarfylgsnum sínum. Það er ekki hægt að beita tilraunaaðferðinni á hugann samkvæmt Darra. (,,Guttormur“ er ,,safe”)

Hins vegar hylla sumir náttúruvísindamenn Darra fyrir að greinaá milli viðbragða hjá mönnum eins og þegar þeir kippa hendinni úr eldnum og sjálfstýrðrar hegðunar þegar meðvitaður maður ákveður að gera eitthvað.

Efnishyggjumaðurinn viðurkennir ekki að Darri geti aflað sér þekkingar um dulda heima því sá sem þannig þenkir viðurkennir enga dulda heima. En rök Darra og þekking byggja á innskoðun.

Byggt á:
Flanagan, O. (2001) The Science of Mind. The Massachussets Institute of Technology Press. bls 18-22

Góður Darri góður!

Bakkabróðir
fh Alheimssiðaskipta (Renaissance Universal)