Orkulitir (árur) Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum um litum á árum þannig að ég ákvað að senda inn merkingu alla litinna :)

Rauður:
Rauður er litur sem sýnir sterkt orkuflæði, hann stendur fyrir mikilli sköpunarorku og lífgefandi krafti.
Hann getur staðið fyrir miklum viljarkrafti. hann vekur upp hulda hæfileika.
Of mikið af rauðum lit eða dökkrauður getur skapað ofvirkni,geðstirðleika og ójafnvægi. Getur sýnt taugaveiklun, pirring og ýtni.

Rauðgulur:
Rauðgulur litur sýnir hlýju, sköpunarvirkni og tilfinninganæmni.
einstakklingur með rauða áru er mjög hlýr, felagslyndur og glaður.
Dekkri litinir í rauðgulu geta merkt tilfinningarlegt ójafvægi og vanlíðan.
Mjög dökkir litir geta sýnt hroka og yfirgang eða áhyggjur og depurð.

Gulur:
Gulur kemur oft fyrir í árum.
fölgulur litur í kringum höfuðið getur merkt mikla bjartsýni.
ljósgulari litir sýna andlega leit í lífinu, orkumiklar hugmyndir og andlega þróun, sérstaklega ef litirnir eru fölgulir og allt upp í hvítleitir.
Gulur er litur sem sýnir orkumikið hugmyndaflæði, vakningu á andlegum hæfileikum og andlegri miðlun. Dökkgulir litir geta sýnt neikvæðar hugsanir og hnýsni. Viðkomandi getur verið óhóflega gagnrýninn, framagjarn og öfgafenginn.

Grænn:
Grænn merkir viðkvæmni, þeir sem eru með grænan lit í aru sinni eru oftast mjög viðkvæmir, en sá persónuleiki sem er með grænan lit er rólyndi.
Ljósgrænn litur í árunni með bláum lit sýnir hæfileika til heilunar. Dekkri litir í grænu geta sýnt óáreiðanleika og vantraust. Mjög dökkir litir í grænu geta oft sýnt afbrýðisemi og þráhyggju og þeir geta líka sýnt vantraust og efasemdir.

blár:
hann stendur fyrir rólyndi og þögn.
blá ára stendur líka fyrir fórnfýsi sannleika og alvöru.
Ljósari litir af bláu sýna fjörugt ímyndunarafl og gott lundarfar. Djúpbláir litir geta sýnt einmannakennd.
Dýpri litir standa fyrir fórnfýsi og kóngablár litur getur sýnt heiðarleika og góða dómgreind eða að viðkomandi hefur fundið sitt takmark í lífinu.

fjólublár og rauðblátt:
fjólublár merkir hlýju og margbreitanleika.
Fjólublá litbrigði sýna oft eiginleika hjá viðkomandi til að takast á við hlutina með hagsýni og efnishyggju.
Hinir fölari blæbrigði af fjólubláu og rauðbláu geta sýnt mannkærleika og áhuga fyrir andlegum málum.
Dekkri litbrigði geta sýnt andlegar hömlur eða fjörugt kynferðislegt ímyndunarafl. Í dekkri litbrigðunum má líka finna athyglisþörf þ.e. að viðkomandi þarfnast samúðar og að honum finnst hann misskilinn.


bleikur:
bleikur er sagður vera litur tilfinningahita, ástar og hreinleika. Hann getur sýnt gleði, velliðan og sterkar félagslegar tilfinningar.

Hvítur:
er litur sannleika og hreynleika.

brúnn:
Ef brúni liturinn kemur yfir andlitið eða snertir höfuðið gæti það aftur sýnt að einstaklingnum hættir til að vera fordómafullur.

Svartur:
svartur er litur egósins, margir telja að svartur sé vondur litur en það er eiginega must að hafa einhvern svartan lit í áru sinni.

ég vona að þetta hafi komið eitthvað að gagni, og fyrir þá sem að ekki geta séð árur, þá er önnur grein eftir mig hér sem heitir æfingar til að sjá árur.
reynið að gera þær, það ætti að virka.



Re: Áru litirnir? (17 Lestrar)
UNZA87 Þann: 25. jan, 13:20




já ég get sagt þér það:
Grænni orkuliturinn:
Hann birtist í mörgum litbrigðum sem að hafa öll sín séreinkenni, friður og samræmi er aðaleinkenni græna litins.

En það eru margar gerðir af grænum orkulit og ég ættla líka að segja kað það merkir:
Dökkgræni orkuliturinn:
Sýnir vilja einstakklings til þess að skapa frið og samræmi í umhverfi sínu.

ólífugræni orkuliturinn:
Tengir sjálfvirðingu einstakklings, getur einnig merkthjónakilnað eða vinaslit.

Smaraðgræni orkuliturinn:
Hann sýnir hæfileika til þess að lækna sjúkdóma.

Grasgræni orkuliturinn:
Tengist heimilisuppeldi eða eitthvað á því sviði. s.s matreiðsu og hreingerningar.

Venusgræni orkuliturinn:
Ber vott um kærleiksorku, heilunarorku og þroskun kvennlegra eiginleika.

Pastelgræni orkuliturinn:
tilheirir orkuneptúnusar, og tengl friðsælltsköðunargáfum og fleiri jákvæðum orkuþáttum.

Ljósgræni orkuliturinn:
er fínleiki, vingjarnleiki og skilningur.


Ljósgrái orkuliturinn:
merkir stundum áhrif frá geimverum og teingslun þeirra við persónur, þessi áhrif gera einstaklinga oft frjálsari og áhefðbundanari í hugsunum og ekki eins háðan ívenjum og siðum.

grái orkuliturinn:
einstaklingur með gráan orkulit er fær um að taka sínar eigin ákvarðanir, velja og hafna
ef að gráa orkulínan sínir ekki bein þá bendir það oft til þunglindis.



Weel bye bye:
UNZA ;)
www.blog.central.is/unzatunnza