Sælt veri fólkið hér á Dulspeki!

Ég hef alltaf haft rosalegan áhuga á dulpeki. Mamma mín er skygn, ég held að ég sé ekki skygn, en ég er sammt frekar næm á hvernig öðru flóki líður. Mig hefur alltaf langað rosalega til að kunna að galdra og svoleiðis, hafa stjórn á innri kraft eins og margir hafa kallað það.
Eruð þið, sem hafa reynslu, til í að leiðbeina mér eithvað?
Ég hef prufað mig aðeis áfram með einni vinkonu minni, en ég held nú að það sé að mestu leiti bull:þ


Svo langar mig að skrifa um reynslu sem kom fyrir mig fyrir nokkru og ef þið hafið lennt í einhverju svona, eða vitið hvað þetta gæti veri, ENDILEGA deilið því með mér!!


Foreldrar mínir skildu í desember 2002 og í febrúar 2003 var pabbi minn komin með nýja kærustu. Ég sætti mig sko EKI við það lengi vel, en svo ákvað ég að sætta mig bara við orðin hlut, það erði öllum gott.

Svo atvikaðist það fyrir u.þ.b. 2 mánuðm að ég heimsótti þessa kærustu.
Ég veit að pabbi minn er ekkert rosalega hrifin af henni og ég held meira að hann sé bara að nota hana og í stað þess að hata konuna, vorkenni ég henni bara!
Jæja, ég fór með eldri systur minni. Konan, sem ég ætla bara að kall C á heima í stórri blokk. Við fórum inn í blokkina og inn í lyftu, sem mér fannst vera mjög hrörleg, og bjóst eiginlega við að mundi bila á hverri stundu.
Svo komum við inn í íbúðina, og beinnt fyrir innan dyrnar var svona motta.
Um leið og ég steig á þessa mottu þá gerðist eithvað fyrir mig sem ég veit ekki allveg hvað er. Ég fraus, gat ekki hreyft mig og ég gat ekki einusinni andað, mér var svona kallt inní mér, ekki kallt eins og vennjulega, heldur einhvernvegin svona inn í mér. Ég get ekki allveg lýst þessari tilfiningu. Svo allt í einu fannst mér eins og ég væri ekki ég, heldur einhvernvegin áhorfandi.
Svo tók pabbi í handleggin á mér og dróg mig áfram. Um leið og ég steig af mottunni hvarf þessi hræðilega tilfining.

Svo komum við inn í íbúðina. Mér leið ekkert vel eftir þessa reynslu, en þar sem pabba hefur alldrei verið vel við svona hluti, sem eru svona ekki allveg eðlilegir, og ég þekki C ekkert vel, þagði ég bara. Systir mín fór á klóið og ég var teymd inní stofu.
Þegar ég settist svo í leðursófann sem þar var, fannst mér hann einhvernvegin svo óþæginlegur. Ekki bara óþæginlegur eins og hver annar óþæginlegur stóll, heldur eihvernvegin öðruvísi!
Svo fannst mér öll íbúðin vera svört og dimm, full af drasli og dóti. Svo fannst mér veggirnir byrja að þrengja að mér, og eins og það bættist sífelt í dótið og íbúðin þrengdi öll að mér meira og meir, ég var allveg að farast úr innilokunarkend, og þetta er í eina sinn sem ég hef fengið hana.
Sem betur fer kom svo systir mín af klóinu, skilaði pabba bíllyklunum sínum (það var það sem við vorum að gera heima hjá C) og svo fórum við.
En þegar ég steig á dyramottuna, gerðist það sama. Ég stóð bara þar og gat mig hvergi hreft, var eins og lömuð og gat ekki andað. Systir mín teymdi mig út í það sinn.

Þegar við komum út úr íbúðinni var ég allveg vennjuleg, mér var svolítið brugðið en annars var allt eins og vennjulega.


Þegar ég hugsa til baka þá pæli ég í því, hvað hefði gerst ef að þau hefðu ekki teymt mig áfram?

Og hvað var þetta eiginlega?

HVAÐ GERÐIST??!!

Endilega svarið mér, ég er ALLTAF að hugsa um þetta, HVAÐ gerðis??

Hefur þetta komið fyrir einhverja aðra?

Kveðja
Vala
Svo er maður sá er manngi ann, hvað skal hann lengi lifa?