Eftir að ég skrifaði síðustu grein fór ég að leita að upplýsingum um sálfarir og fann flotta bók sem heitir einmitt Sálfarir og er úr bókaflokknum leyndardómar hins óþekkta… Var að klára að lesa hana og fann ýmislegt spennandi um sálfarir og ætlað að segja ykkur aðeins frá því hér.
1. Ráðleggingar Monroes til Sálfara:
Leggist í hvíldarstöðu í hlýju og rökkvuðu herbergi; höfuð vísi í norður. Losið um föt og takið af ykkur skartgripi.

Slakið á sál og líkama. Lokið augunum og andið reglulega með munninn eilítið opinn.

Einbeitið ykkur að því einum hlut meðan þið eruð að sofna. Á mörkum svefns og vöku skuluð þið dýpka slökunina með því að einbeita ykkur að myrkrinu bak við augnlokin.

Til þess að framkalla skjálftann sem talinn er vera undanfari sálfara skuluð þið einbeita ykkur að punkti um 30 cm ofan við enni. Færið punktinn smám saman upp á við í tæplega tveggja metra fjarlægð og dragið ímyndaða línu sem liggur samsíða líkamanum Einbeitið ykkur að þessum fleti; ímyndið ykkur skjálftann og færið hann niður í höfuð.

Beislið skjálftann með þvi að færa hann um líkamann - frá höfði niður í tær og aftur til baka. Þegar skjálftabylgjurnar láta að andlegri stjórn eruð þið tilbúin til að skiljast við líkamann.

Til þess að geta skilist við líkamann skuluð þið ímynda ykkur hversu notalegt það væri að svífa upp á við. Einbeitið ykkur að þessari hugsun og andlegur líkami ykkar ætti að taka að lyftast.

Til þess að hverfa aftur í hinn jarðneska líkama skuluð þið einfaldlega einbeita ykkur að því að sameina líkamana tvo.

Í sambandi við Lucid dream þá er einmitt talað um það í bókinni að um leið og draumar eru orðnir meðvitaðir sé næsta skref sálfarir, og margir halda að þeir séu að dreyma þegar þeir fari sálförum. Og einnig er lýst því að líkaminn verði stífur og maður geti ekki hreyft hann, liggi bara eins og lamaður. Margir heyra háan smell þegar sálin yfirgefur líkamann og eiga í rosalegum erfiðleikum td finnst erfitt að komast í burtu frá líkamanum á meðan aðrir finna ekki fyrir neinu.

Ýmis stig sálfara:
Sálfaranum finnst líkaminn stífna og verða ósveigjanlegur. Hann er haldinn þeirri óskemmtilegu tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin líkama. En þessi getuleysistilfinning hverfur þegar þegar geðlíkaminn hefur skilist fullkomlega frá efnislíkamanum. Sálfarinn sér silfurstreng milli efnislíkamans og hins andlega, streng sem mjókkar eftir því sem fjarlægðin eykst milli líkamanna tveggja.
Enda þótt geðlíkaminn virðist vera þyngdarlaus og óefniskenndur er skynjun hans óskert, jafnvel sérlega næm. Sálin sér óvenjulega liti. Hún finnur að í hinu efnislausa ástandi, utan líkamans, býr hún yfir undarlegum lífþrótti sem skortir í þeim ham sem hún heldur vera sinn eiginlega líkama. Í rauninni fer geðlíkaminn að virðast raunverulegur og efnislíkaminn hulstur eitt.
Sálin utan líkamans finnur þá fyrst til efnisleysis síns þegar hún ætlar að taka sér e-ð fyrir hendur - opna dyr, til dæmis - og hún kemst þá að raun um að hún getur farið gegnum heilt. Henni bregður illilega en fyllist síðan gleði þegar hún tekur að átta sig á því að hún er óháð takmörkunum efnisheimsins. Viljinn einn er vegvísir hennar og faratæki. Að óska sér á einhvern stað jafngildir því að fara þangað.
Ferðir utan líkamans eru sagðar geta varað mjög mislengi. Sumir skelfast hina furðulegu reynslu að þeir voga sér ekki nema fáein fet frá líkamanum og hverfa snarlega til hans aftur. Djarfari sálfarar hafa hins vegar yndi af að nýta og dýpka þessa reynslu, njóta frelsisins og fara um óravíðáttur.
Enda þótt sálfarir séu ánægjuleg lífreynsla, kemur þar að sálin tekur að óttast það að fara of langt frá efnislíkamanum, glata sambandinu við hann og verða þannig að rekaldi í ókunnugum heimi. Hún veit með sjálfri sér að andinn - hin efnislausa sjálf - mun lifa áfram með einhverju hætti en efnislíkaminn hins vegar deyja. Þessi ótti virðist vera sú taug sem dregur sálina aftur að líkama sínum. Sál og líkami renna saman og hversdaglsegur veruleikinn tekur við.

Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessu að lesa þessa bók, þar er líka talað um endurholdganir og Andlátsmörk, en það er þegar sálin virðist yfirgefa líkamann á mörkum lífs og dauða en snýr síðan aftur. Svo eru allskonar lífsreynslusögur… Eina sem mér fannst er að allt efni í bókinn er gamalt, hún kom út árið 1991 og yngsta frásögnin er síðan 1986… Ætli dulsálfræðingar og aðrir séu hættir að rannsaka þetta???


kv MiaM