Unaðslegur draugagangur Daginn,

Ég veit ekki alveg hvort ég ætti að skrifa þetta, en ég lenti í svakalegri lífreynslu í gær. Þannig er nú mál með vexti að núna í jólafríinu á ég það til að vaka frameftir, þ.e. til svona 4-5 eftir miðnætti. Í nótt, aðfaranótt 2. janúar, fer ég fram í eldhús í kringum þrjúleytið og fæ mér gos eins og venjulega. Ég var fullklæddur en þegar ég er að ganga inn í eldhúsið kemur undarlegur kuldafílingur um mig allan, og ég gat ekki hreyft mig. Ég leit í kringum mig, og sá varla neitt því það var allt dimmt. Ég vil taka það fram að ég kveikti ekki nein ljós, ég hef búið hérna í tæp ellefu ár og þekki hvern krók og kima. Ávallt þegar ég fer fram að fá mér gos labba ég bara beint að ískápnum, sem er hinum megin í íbúðinni, og opna hann við það kemur smá ljós sem ég nota þegar ég helli og svo labba ég til baka.

En í þetta skiptið stóð ég í smástund kyrr og leit í kringum mig og þá sérstaklega inn í stofu. Ég sá samt ekki neitt, jólaljósin úti á svölum lýstu smá inn stofuna og ég sá þau endurspeglast í sjónvarpinu. Ég bara hugsaði “..gegnumtrekkur..” og náði mér í gosið. Ég hef alltaf haldið að það sé reimt í íbúðinni, því að margir undarlegir hlutir hafa gert. Til dæmis, þegar ég var að fara til útlanda með fjölskyldunni þá var móðir mín búin að taka saman vegabréfin og lét þau uppá hyllu. Síðan nokkur klukkutímum áður en við lögðum afstað uppá flugvöll kom í ljós að þau voru ekki þarna lengur. Við leituðum útum allt, en mamma sagðist samt hafa sett þau þarna. Allir voru að deyja úr stressi, en svo allt í einu fundum við vegabréfin og viti menn, þau voru uppá hyllu. Ég samt hræðist ekki drauga, ég trúi á þá. Hurðin inn á salernið heima hjá mér er pínulítið skökk þannig að þegar maður lokar henni heyrist óvenju mikið í henni. Alltaf þegar einhver notar salernið, og lokar á eftir sér, heyri ég það. Í nótt heyrði ég svona hljóð, það var í kringum fjögur. Ég labbaði fram, var búinn með gosið og ætlaði að ná mér í vatn fyrir svefninn, en þá er enginn frammi og hurðin inná bað galopin og ljósið kveikt. Það er ekki möguleiki fyrir einhvern að komast í burtu af baðinu milli þess sem ég heyrði hljóðið og opnaði hurðina, það liðu í mesta lagi 7. sekúndur og eru öll herbergin, nema mitt, í hinum enda íbúðarinnar.

Næsta skref verður örugglega að horfa í spegil og sjá kuldalega veru standa fyrir aftan mig, en mér er nokk sama. Eins og ég sagði þá hræðist ég ekki drauga, þeir eru vinir okkar. Það eru sjálfsagt til „illir“ draugar og ætla ég rétt að vona að þessi vera, hvað sem hún nú er, sé ill, en ég held nú samt að ef hún væri ill væri hún búin að gera eitthvað illt undarfarin ár. En hver veit.

Ég læt vita ef einhver fjölskyldumeðlimur hverfur á dularfullan hátt eða ef ég verð var við draugagang í hærra mæli en þennan.

Takk fyrir, og endilega komið með ykkar álit, og ef þið hafið reynslu af þessu, segið þá frá.

kv,
<a href=“mailto:hrannar@bjornthor.com”>Hrannar</a