Nokkrar spádómsaðferðir
Ég rakst á bók um daginn sem eru mikið af spádómsaðferðum og hér eru nokkrir þeira:

Spegilspá
það er gömul trú að á gamlárskvöldi geti fólk séð tilvonandi maka sinn með því að horfa í spegil í koldimmu herbergi. Viðkomandi verður að vera einn og enginn má vita af þessu. Sumir segja að það þurfi að fara með töfraþulu sem fáir kunna nú til dags áður en litið er inní spegilinn. Eftir litla stund fara að birtast myndir í speglinum. Eftir einhvern tíma á að birtast hönd sem heldur á hnífi eða öðru vopni og þessi mynd á að birtast þrisvar sinnum. Maður má ekki snerta myndina því þá er voðinn vís. Ef manni tekst að þrauka gegnum þessar myndir eiga þær að skýrast og birtast á þá tilvonandi maki í nokkrar sekúndur en svo hverfur allt.

Regnboginn
Sjáist regnbogi að nóttu til í skamdeginu veit það á langvarandi frost en regnbogi í skýum boðar batnandi tíð

Mjólk
Í íslenskri þjóðtrú er sagt að ef maður helli niður mjólk sé von á aumum gesti. Víða annars staðar hafa menn talið ólánsmerki að hella niður mjólk. Það boðar meðal annars sjö daga ógæfu.

Varir
Þykkar varir benda til þess að menn séu léttúðugir og nautna fullir.

Augnhár
Þeir sem eru með löng, uppbrett augnhár eru örugglega skyggnir.

Eyru
Hafi menn óvenju lítil eyru eru þeir heimskir. Stór eyru bera vott um gáfur, einkum séu eyrnasneplarnir stórir líka. Þeir sem hafa stór, útstæð eyru eru taldir söngelskir og hafa góða hæfileika til hljóðfæraleiks.

Rangeygðir
Rangeygðir eru stórhættulegir!
Danir halda því fram að börn sem fæðast á laugardegi verði rangeygð vegna þess að þau horfi úr einni viku inní aðra.
'