Eini tilgangur lífsins er viðgangur tegundarinnar. Eina ástæðan
fyrir tilvist okkar er sjálf tilvistin. Ég hef ekki hugsað mér að
uppfylla jörðina afkomendum mínum - það er nógu helv… mikið af
fólki nú þegar - svo að í raun gæti ég bara stokkið fram af kletti
strax. Nema hvað, ég hef bara svo gaman af tilgangsleysinu. Setnakt
sagði í grein sinni að maðurinn leitaðist við að skálda í eyðurnar
og því væri ekkert sem gæfi lífinu gildi í raun. En er ekki einmitt
sá hæfileiki mannsins að skálda í eyðurnar það sem gefur lífinu
gildi? Tilgangur smilgangur.


Ég hef mjög gaman af því að velta tilgangi lífsins fyrir mér.
Flensudögum líðandi viku eyddi ég m.a. í að lesa mér til um
kaþólsku, Nostradamus og munklífi auk þess sem ég kíkti í hið
merkilega rit Opinberun Jóhannesar. Hvað er það sem fær menn til að
sjá framtíðina? Og hvernig stendur á því að fólk getur trúað svo
sterkt að það fái sár (stigmata)? Og hvar fékk Jóhannes þetta
magnaða hugarflug sem hefur innblásið margan listmálarann já, og
fjöldamorðingjann? Hversu sterk er móðurástin og hvernig getur
dóttir skynjað lát móður úr kílómetra fjarlægð? Það hlýtur að vera
EITTHVAÐ, andskotinn hafi það, sem stjórnar þessu öllu! En kannski
er okkur bara svona illa við kaos. Við viljum bara koma reglu á
eitthvað sem virðist gjörsamlega kaotískt, tilgangslaust og/eða
vitlaust. Já og btw Einstein trúði á framhaldslíf… en hver vill
vera einhver orka, viljalaus og allsla
SubRosa