Ber ég óttablandina virðingu fyrir “guði” eða “Guði” með stórum? Hvað er Guð? Þetta eru þrír stafir en hafa þeir einhverja merkingu? Freidrich Nietsche sem var Þýskur heimsspekingur skrifaði eitt sinn “Guð er dauður”. þessi eina setning eyðilagði Rómantíska bókmenntastefnu og innleiddi Raunsæishyggju eða Realisma. Hvað var svo slæmt við það? Hugsannagangur fólks var fastur í ákveðnu munnstri Rómantík og Friedrich gaf tóninn fyrir nýrri stefnu án þess að hafa stefnt að því viljandi. Rithöfundar sem höfðu verið fastir í rómantískum hugsanarhætti fóru yfir í annan Raunsæsishyggjuna. Höfundarnir breyttu um ritstíl og höfðu áhrif á menningarstrauma,listir og tækniframfarir. En varð einhvað betra? Fólk er alltaf jafn ómeðvitað um umhverfi sitt það berst bara með straumum og stefnum samfélagsins sem mótar það þangað til að einhver stendur upp og gerir einhvað sem umturnar samfélaginu og byltir því og kemur því inní aðra rútínu.

Neopostmoderismi snýst ekki um svartsýni eða tortrýma sjálfum sér, heldur snýst hann um að sjá hvað við skiptum öll litlu máli í alheimnum. Við erum öll bara að bíða eftir einhverju sem við vitum ekkert hvað er. Það eru engar einfaldar lausnir það er enginn stór sannleikur. Maðurinn hefur alltaf skáldað í eyðurnar það er í raun ekkert sem gefur lífinu gildi. Lífið er bara einn hringrás og allt flæðir áfram. Við berumst bara með straumnum án þess að hafa nokkra stjórn á lífi okkar. Flestir vilja ekki horfast í augu við þetta og neita því að þeirra líf sé stjórnlaust. En aðrir horfast í augu við það og sjá það að í raun er það fátt sem skiptir. Það eina sem skiptir máli er að við fáum grunnþarfirnar uppfylltar annað er óþarft. Þó þarf maður ekki að afneita sér allri ánægju sem maður hefur á efnislegum hlutum þvert á móti á maður hafa gaman að tilverunni en maður má ekki láta það á sig fá sem skiptir ekki máli.

Til þess að finna sjálfið verður maður að afneita öllu því sem skiptir ekki máli og finna það innra með sér sem skiptir máli. Þannig getum við farið að bæta okkur og gera okkur að betri fólki og reynt að ná meiri stjórn á lífi okkar. þá getum við einnig haft góð áhrif á líf annara og hjálpað öðrum að losna úr þessum vítahring. En eins og John Lennon sagði “GUÐ ER AÐEINS ÞAÐ TÁKN SEM VIÐ MÆLUM ÞJÁNINGU OKKAR MEД. Ég er sammála Lennon guð er aðeins tákn og þar er til ógrynni af táknum sem eru í notkun eða hafa verið tekin úr notkun. Ef tákn veita manni engan innblástur þá hafa þau engan tilgang. Tilhvers að vera að eyða æfinni í að tilbyðja einhver tákn? Lífið er of stutt til að vera eyða í einhvað sem skiptir engu máli þess vegna er best að nota það í sjálfan sig. Og ef það er svartsýni þá veit ég ekki hvað svartsýni er…