Ég hef á undanförnum árum velt fyrir mér ýmsu er snertir andleg málefni og ýmislegt sem að kalla má dulræn fyrirbæri. Ekki hafði ég skrifað margar greinar hérna í langann tíma. En ég var að missa hundinn minn um daginn og það fékk mig til að hugsa.
Mig langar að tala dálítið um trúarbrögð. Hvað er það sem að trúarbrögð gera.
Að mínu mati er það að gefa manninum tilfinningu fyrir æðri tilgangi þessa lífs. Hafa eitthvað til þess að horfa upp til og geta leitað til á ýmsum stundum lífsins. Hvort sem að það eru gleði eða sorgarstundir, áhyggjur af ýmsum hlutum, vanlíðan eða nánast hvað sem er. Þegar að maður missir tökin og finnst maður vera ráðalaus þá er gott að leita til einhvers sem að er æðri en maður sjálfur.

Þegar að maður var lítill þá var hægt að leita til Mömmu og Pabba þegar að eitthvað bjátaði á. En þegar að menn fullorðnast þá eru þau kannski ekki til staðar og maður þarf alltaf eitthvað til þess að líta upp til og treysta fyrir öllum sínum hag.

Mörg trúarbrögð eru til í heiminum í dag.
Kristin trú, Islam, Búddismi, Hindúismi,Andatrú og svona mætti lengi telja.
Ég sjálfur er ekki skráður í neitt trúfélag og tel mig ekki þurfa þess. Ég lýt þannig á þetta allt saman að það er ákveðinn kjarni í öllum trúarbrögðum sem að við öll innst innra með okkur skynjum og skiljum. Það er það sem skiptir mestu máli. Nú er ég ekki að segja að við eigum að hætta að vera í trúfélagi eða mæla með því að fólk sé án trúarbragða eða í trúarflokki.

Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvaða trúarflokki þú tilheyrir. Málið er að geta horft á innsta kjarnann sem að við finnum innra með okkur og kemur fram sem stórkostlegt innra samræmi í öllum trúarbrögðum heims og trúarbragðaformum heims.
Þetta er nefninlega spurning um hegðun, framkomu, siðferði og þá vitneskju að við erum öll hluti af einni og sömu heildinni og þurfum að hugsa vel til þess að allt sem að við bæði gerum og hugsum hefur ekki bara áhrif á okkur heldur svo miklu meira. Hver hugsun skilar sér til baka með einhverjum hætti.

Allt sem að maður sendir út fær maður til baka. Sama hvað það var sem við sendum frá okkur.

Að hætta að gagnrýna sjálfan sig og aðra.
Koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig.
Læra að elska aðra meira en sjálfann sig.

Þetta er bara örlítill hluti af því sem að mér dettur í hug að nefna sem dæmi.

Það þarf enginn að segja ykkur hvað það er sem þið eigið að gera og hvernig þið eigið að hegða ykkur. Það er lítil rödd innra með ykkur sem að segir ykkur það.

Bara til dæmis að borða of mikið af súkkulaðimolum eða að það hafi verið rangt að reiðast einhverjum. Það er alltaf rödd sem segir ykkur þetta allt.

Málið er að læra að hlusta á þessa innri leiðsögn og þegar að maður byrjar á því og fer eftir því sem hún segir þá fer maður að upplifa meiri hamingju en manni nokkru sinni óraði fyrir.

Svo við skulum hlusta á okkur sjálf og læra að verða betri manneskjur með hverjum degi.


Þetta er pæling :)