Sálusystir og verunar Fyrir meir en 2 mánuðum ritaði ég grein hér um svolítið sem hafði komið fyrir mig sem barn og um þessar verur sem ég hef séð og fylgja mér.

Mig langar þó að rita hér nýja grein um meira í sambandið við þessar verur ekki þó bara mínar heldur reynsluna sem ég hef af slíkum verum, ég vil taka það fram að ég hræðsit þessar verur ekki mér finnst gott að hafa þær í kring um mig og það er sem ég sé örugg með þeim en ekki án þeirra.

Ég kynntist sálusytir minni fyrir ekki svo löngu en við virðumst vera sama sálin en bara skipt í tvo líkama, undarlegt það en það er sem okkur finnst, hún systir mín er ólétt (við tölum um hvor aðra sem systur) og þegar hún sagði mér það fann ég það strax að það skyldi vera drengur og ég hef það enn á tilfinningunni, henni hefur einnig verið sagt þetta af miðli sem olli því að ég fékk traust á það sem ég hafði þegar fundið fyrir og nú er ég að bíða eftir að verða móðusystir lítils drengs sem ég hef grun um að muni bera eitthvað af því sem ég og móðir hans höfum.
Þessi systir mín er mjög næm eins og ég og við finnum vel fyrir þeim sem eru í kring um okkur en hún gerir þó ekki greinamun á góðu og illu sem mig langar til að hjálpa henni með en vil að hún biðji mig um það því að ég vil ekki vera að taka ráðin úr hennar höndum.
Ég hef altlaf fundið fyrir verum í kring um hana, mér finnst þær þó vera að mestu leiti aðeins forvitnar um hana, einnig virðast sumar vera ráðviltar sem og þær þarfnist handleiðslu hennar, ef hún myndi rækta þetta innra með sér þá er ég viss um að húnsé mun sterkari en ég á þessu sviði en ég virði það við hana ef hún vill ekki af því gera, en við virðumst eiga ótrúlega vel saman á þessu sviði sem og öðrum, hún virðist alltaf vita hvað ég er að hugsa og ég veit oft á tíðum hennar hugsanir, það er sem við þurfum ekki að ræða saman á þessu máli heldur getum við eingöngu notast við hjartansmál.
Þessi systir mín og ég höfum mikinn skilning á hvorri ananri og ljóðum sem við höfum ritað, það er svo margt sem við eigum saman og sameiginlegt að það er stundum eitthvað sem skelfir mig en þó ekki.

Heima hjá einni vinkonu minni finn ég alltaf fyrir veru sem leggst alltaf uppvið bakið á mér, ég er með gat á áru minni en þessi vera hefur alltaf gætt mín þarna en hann fylgir mér ekki heldur húsinu sem vinkona mín býr í, en þo virðist ég ætíð vera undir hans verndarvæng þegar ég er þarna.
Systir þessarar vinkonu minnar sýndi mér hina ótrúlegustu hluti þegar ég var eitt sinn þarna, hún sýndi mér lsóðir og verur sem ég hafði ekki séð áður og ég sá meðal annars barn sem hún á eftir að eignast, dreng með þau skær bláustu augu sem ég hef séð og einnig sá ég dóttur hennar sem er einnig ekki enn af þessum heimi sem verður norn sem og móðir hennar, þessi sjón og allar hinar verurnar sem þarna voru komu mér á óvart með því trúnaðartrausti sem þær sýndu mér með því að birtast mér og leyfa mér að sjá sig.

Ég hugsa að þessi grein sé orðin það löng að enginn nenni að lesa hana svo að ég hugsa að ég láti hér við sitja og óska ykkur hamingju.

kv. Taran - The little darkling me