Hérna, ég ætla að segja ykkur frá einu en fyrst ætla ég að taka það fram að ég vil ekki sjá nein skítköst því að ég vona að fólk sé frekar þroskað á þessu áhugamáli en á hinum áhugamálunum.


Ég er búin að vera að dreyma skrítna drauma undarlega drauma síðan í apríl í fyrra (2002), síðan amma mín dó. Við vorum mikið nánar og það var mikið sjokk fyrir mig og auðvitað fjölskylduna þegar hún dó. Hún hafði reyndar farið oft í heimsókn á sjúkrahúsið í bænum og hún var þar oftast útaf einhverju smávægilegu. Þ.e.a.s vægur blóðtappi, ný lyf útaf sykursýki, lyfjameðferð svo þess háttar þannig að hún var oft upp á spítala en það í 5-7 daga í einu. Hún var send upp í spítala ein marsmorguninn vegna blóðtappa sem hún fékk í fótinn. 13 dögum seinna var hún dáinn. Hún var auðvitað orðin gömul og lúin og var búin að vera alltaf svo veik en samt fannst mér þetta skrítið. Hún fór vanalega á spítalan og var komin heim til sín eftir 5-7 daga.


En ok, ég var nafna hennar eða reyndar hét hún á löngu nafni þannig að ég heiti eftir henni, gælunafni hennar. En síðan hún dó þá hefur mig dreymt hana oft, aðra hverja nótt þegar hún var nýdáin en svo um haustið 2002 fór þetta að vera svona 2 í viku. Núna dreymir mig hana einu sinni til tvisvar á mánuði. Þetta eru raunverulegir draumar, til dæmis sátum við amma eitt sinn í einum drauminum og vorum að spjalla saman. Hún spurði mig hvernig ég hefði það og hvað ég er búin að vera að gera og hvernig gengur í skólanum, en hún spyr aldrei um hin systkynin mín.
Þetta er eins og hún heimsækir mig nema það bara i draumum en ég veit ekki hvað ég á að halda.


Þeir sem vita þetta hafa tvær skoðanir á þessu. Hún hefur auga með mér en sumir segja að þetta stafi af því að ég sakni hennar. ég veit ekki hvað ég á að halda en ég held að seinni skoðuninn sé að vissu leiti rétt, ég sakna hennar geðveikt mikið og ég vakna enþá grátandi á nóttinni eftir drauma, en samt er ég ekki viss.


Hvað haldið þið? Geriðið það að mynda ykkar skoðun á þessu og plís, engin skítköst!! =)


Með von um góðar skoðanir, libero.