Ég vil byrja þessa grein á því að segja að ég er ekki skyggn.
Einnig vil ég segja að ég myndi ekki vilja vera skyggn.
En sumir hlutir eru einfaldlega…
Þetta er ekki einhver ‘spooky’ saga, og ekki neitt ‘ótrúlegt og yfirskilvitlegt’ heldur, þetta er bara hinn einfaldi raunveruleiki…

Fyrir þá sem ekki vita, þá er gömul kirkja að Hólum í Hjaltadal, ein elsta kirkja landsins og fyrrum birkupsetur kaþólskra biskupa á Íslandi.
Þessi staður er sagður vera einn mesti reimleikastaður landsins.
Ég fór þangað fyir um ári síðan, og skoðaði bæði kirkjuna og garðinn (Kirjugarðinn, en það hefur verið grafið oft í hann á síðustu 1000 árum). Í andyri kirkjunnar er barnsgröf, en kyrkjusmiðurinn missti barnið sitt meðan hann vað að vinna að henni, og var barnið grafið inni í veggnum (eins og oft er siður).
Mér fannst þeta allt voða fallegt og vel gert, og fór inn í kirkjuna sjálfa.
Það situr fólk á bekkjunum, þið ráðið hvort þið trúið mér, en það er fólk þarna, maður sér móta fyrir því. Tveir eða þrír hægra megin og allavega einn vinstra megin. Mér varð svo kalt að ég byrjaði að skjálfa, og samt var ekkert kalt þarna inni.
Það var lítil stelpa með mér, sem ég veit að er rammskyggn, og hún benti bara og benti á hinn og þennann og spurði út í fötin sem presturinn var í, og lýsti svo biskupskrúða.
Ég sá engan prest.
Ég sá bara svona reyk eða móðu á sumum stöðum.

Það var samt ekkert vont að vera þarna inni, heldur bara frekar rólegt, samt var eins og spenna í loftinu.
Þetta var án efa ein undarlegasta reynsla sem ég hef lent í.
Garðurinn er líka svolítið skrítin, og sérstaklega klukkuturninn (Jón Arason biskup var hálshöggvin þar og grafinn, turninn er byggður ofan á gröfinni)

Ég veit að gamlir íslenskir draugar eru sagðir eiga það til að halda sig í kirkjum, og það er einn í minni eigin kirkju sem ég sá alveg frá því að ég var smábarn og þar til ég var svona 10 ára. En það var ekkert í samanburði við Hólakirkju.

Ef þið hafið áhuga á svona, þá mæli ég með að þið heimsækið þennan stað.

Kaycie - The original comic book villain