Hér ætla ég að skrifa um rannsókn sem framkvæmd var á hinum mikla miðli Hafsteini Björnssyni.
Hann var einn sterkasti miðill Íslendingar hafa nokkru sinni eignast og var rammskyggn frá barnæsku.
Einar H. Kvaran þjálfaði hann upp og var Hafsteinn sá síðasti, því Kvaran dó svo ári seinna.
Hafsteinn var ekki einungis skyggn, heldur gat hann líka fallið dásvefn, eða trans eins og það er kallað.
Hann hélt marga skyggnilýsingafundi á opinberum stöðum og voru margir sem sóttu þar að.
En Hafsteinn átti hinsvegar gagnrýnendur sem töldu að hann hlyti að búa yfir fágætu minni og hefði lært utan að mikið magn upplýsinga um ættfræði og staðhætti á Íslandi.
Hann átti samkvæmt því að nefna látna einstaklinga úr minni sínu sem áttu heim á þeim stöðum sem hann hélt fundinn.
Þar sem margir sóttust að þá hlyti einhver að kannast við viðkomandi.
Rannsóknir þjálfaðra vísindamanna áttu hinsvegar að færa yfir allan vafa að “falsarakenningin” hafi sannarlega verið röng.

Rannsóknin á Hafsteini var gerð á vegum sálarrannsóknarfélagsins , þann 15 ágúst 1972.
Tíu Íslendingar voru valdir til að taka þátt í skyggnilýsingatilraun hjá honum sem voru flestir ungir og nýlega fluttir til Bandaríkjanna.
Hafsteinn átti að sitja inni tilraunarherberginu á bak við ógagnsætt tjald sem skipti herberginu í tvennt, sem náði milli veggja og alveg frá lofti niður á gólf.
Þannig að ómögulegt var fyrir menn að sjá hvorn annan.
Upplýsingar frá gestunum voru skrifaðar niður, nöfn þeirra og heimilisföng, síðan ákveðið úr handahófi í hvaða röð gestirnir færu inn til Hafsteins.
Áður en gesturinn var leiddur inn til í herbergið var sagt við hann að hann mætti ekki tala á fundinum og auk þess voru settir eyrnartappar í eyrun og gestirnir látnir heyra á Klarinettukonsert Mozarst á hárri stillingu .
Þetta var gert svo að útilokað væri að fundarmenn gætu heyrt hvað miðillinn segði.

Hafsteini var gefið merkiþegar fundarmaður var sestur handan tjaldsins og byrjaði þá að lýsa því sem tengdist viðkomandi, sem var allt hljóðritað.
Eftir að Hafsteinn var búinn að lýsa framliðnum sem hann sá með hverjum gesti, var gesturinn leiddur út og látinn yfirgefa bygginguna án þess að fá tækifæri til að ræða við hina sem eftir voru og biðu.

Hér ætla ég að segja frá einni lýsingu sem tengist ungri konu sem tók þátt í tilrauninni, en hann gerir ekki greinarmun á kyni og kallar hana í lýsingunni sinni ,,þennan mann”.
Lýsingin er hér birt orðrétt;

,,Þarna kemur maður um fimmtugt, hann hefur þekkt þessa persónu frá fyrri árum. Maður um fimmtugt, rétt meðalmaður á hæð, en þykkur yfir herðar, þykkvaxinn allur, hæggerður maður, prúðmenni, fylginn sér og ákveðin, segist heita Þórður Þorsteinsson, hefur átt heima í sveit á Íslandi. Nálægt, mjög nálægt þorpi, kauptúni.
Því það kemur með honum þarna gömul kona, háöldruð, Guðbjörg að nafni.

Þau hafa þekkst og þekkt þennan mann þarna , þegar hann var drengur. Já ég held það.
En það er einnig þarna maður , þriðja persóna, sem hefur þekkt hann, hefur farið mjög snöggt, skyndilega, meðalmaður á hæð, grannur frekar, bæði utan um sig og í andliti, toginleitur, fínlegur maður og segist heita Gunnlaugur Jónsson. Ákaflega ákveðinn persónuleiki, hefur farið mjög snöggt, einkennilega, sérkennilega, það er eins og mér finnist standa í mér. Það er einhver veginn svoleiðis, það hefur eitthvað skyndilega skeð í sambandi við öndunarfæri hans og hann hefur farið af afleiðingum þess.
Með honum koma fullorðnar manneskjur tvær, fullorðin kona alllöngu farin, fullorðin maður, foreldrar hans auðsjáanlega og biðja að láta vita um sig. Eitthvert húsnafn í sambandi við þau, veit ekki…Bræðum…ha…Bræðrapartu. Þau áttu heima þar. Jón á Bræðraparti. Þetta hefur átt heima í kauptúni á Íslandi mjög nálægt Reykjavík. Búið”

Nú þetta var lýsingin sem Hafsteinn gaf stúlkunni, sem hann kallaði í lýsingunni ,,þennan mann”.
Hann hvorki þekkti hana, né sá hana hinum megin við tjaldið.
Fjölskylda stúlkunnar könnuðust strax við Þórð Þorsteinsson.
Í lifandi lífi var hann kvæntur afasystur ungu konunnar. Það var rétt að hann bjó í sveit nálægt þorpi, sem var Parteksfjörður. Þórður drukknaði árið 1948 þegar bátur hans fórst.
Guðbjörg, sem Hafsteinn nefndi, var einmitt móðir Þórðar sem hann bjó hjá.
En stúlkan þekkti ekki þetta fólk, því hún fæddist í New York nokkrum árum eftir að þau dóu.
En hinsvegar að sanna hann Gunnlaug var erfiðara mál.
Hvorki stelpan, né fjölskylda hennar könnuðust við hann.
Seinna kom þó í ljós að hann hafði þekkt afa hennar, þegar hann vann á skrifstofu í Reykjavík.
En merkilegt er samt þegar Hafsteinn er að lýsa dauða Gunnlaugs.
Hafsteinn hafði sagt að Gunnlaugur hefði varið snögglega, að það tengdist öndunarfærum og meðan lýsingu stóð fannst honum eins og eitthvað stæði í sér.
Bróðir Gunnlaugs, sem var ennþá á lífi, upplýsti að Gunnlaugur hafði kafnað þegar matarbiti festis í honum.

Núna getur maður spurt sig, hvernig hefði hann getað vitað þetta allt saman?
Var hann haldinn einhverju ofurminni langt aftur í tímann eða þekkti hann svona rosalega marga Íslendinga?

Ég veit nú ekki hvort fólk hafi nennt að lesa þetta allt saman en ég vona það:)