Þessi grein er eiginlega svar við grein stebbiniusar: ?..veit að þetta er ekki allveg fyrir þetta áhugamál?. En mig langaði að fleiri myndu tjá sig um hana og þess vegna sendi ég hana inn sem grein. En í grein stebbiniusar þá talaði hann um hversu ótrúleg kristin trú er og þetta er svar mitt við henni:


Það á ekki að taka Biblíunni svona bókstafleg, þetta eru eingöngu leiðbeiningar og sögur sem á að hjálpa fólki að lifa rétt.
Guð þarf ekki að vera einhver einn kall uppí himnum heldur er hann líka bara persónugerfing yfir aflið sem sem kom á myndun heimsins. “Guð sagði: Verði ljós og það varð ljós.” Miklihvellur = mikið ljós, eða þá að sólin kom á undan jörðinni og hún gefur ljós, næst skapaði guð landið og fjöllin, og vötnin og höfin svo á eftir því, rétt eins og vísindalega skýringin segir að jörðin hafi myndast á áður en vatnið safnaðist á jörðinni.
Jörðin er um 4.6 milljarða áraog líf birjaði ekki að myndast fyrr en seint á þessum aragrúa af árum og hver segir að þessi dagur hjá guði sé endilega einn dagur á Jörðinni? Það er ómögulegt því að Jarðdagur var ekki til þá. Líf kom ekki á sjónarsviðið fyrr en mjög seint og tók það langan tíma að þróast yfir í það sem það er í dag og ef dagurinn hjá Guði var sennilega lengri þá geta þessir 2 dagar sem lífið myndaðist á Jörðinni í Biblíunni því allveg eins verið bara táknrænt fyrir þessi mörgu ár sem líf þróaðist.
Það er ekkert sem bendir til þess að aflið sem á að vera Guð hafi ekki skapað restina af alheiminum og það er ekkert skrifað um það í Bíblíunni því það skipti mennina engu máli hvernig umheimurinn varð til.
Ef Guð er í rauninni kall sem vill láta trúa á sig af hverju ætti hann þá að sanna að hann sé til? Það mun aldrei finnast sönnun fyrir tilveru Guðs því ef það fæst sönnun fyrir því þá er engin þörf fyrir trúnna og það er það sem TRÚARbrögð ganga útá: TRÚ! Þú þarft ekki að trúa ef það fæst sönnun fyrir hlutunum. Ekki trúiru að tré vaxi? Nei, því þú veist að það vex því þú getur sannað það bara með því að fylgjast með þeim.
Þessi kraftaverk voru ekki “kraftaverk” heldur bara betri þekking á hlutunum, Jesú kunni kannski bara betri lækningar aðferðir en fólk í miðausturlöndum og notaði aðferðir sem voru ekki þekktar þá.
Eitt meira um krafta verk þá til dæmis nefnir fólk gönguna yfir Rauðahafið og segja að það sé ómögulegt að einn maður hafi látið vatnið víkja í nógu langan tíma til að fara yfir. En það er búið að sanna það að það sprakk eldfjall einhverstaðar í Rauðahafinu á þessum tíma samt geta vísinda menn ekki fundið út það nákvæmlega tímasetningu svo það skeikar um örugglega um svona 2-300 ár til og frá en samt getur allveg hafað verið á réttum tíma. Þetta eldfjall sprakk með þvílíkum krafti og skapaði það svo gífurlega mikla flóðbylgju að frásogið var álíka mikið sem hefur tæmt fjörðinn sem fólkið átti að hafa gengið yfir í þó nokkurn tíma. Þá segja sumir að það er engin leið að svona stór hópur fólks hafi gengið yfir þetta breiða haf. Ef ég man rétt þá var Egyptalandi stjórnað frá Memfis eða Lisht sem ef þið skoðið landakort þá eru þær norðarlega á Egyptalandi, og Móse og gyðingarnir voru að flýja undan faraóinum sem var sennilega þá búsettur í þessum borgum. Fjörðurinn eða flóinn sem kemur upp úr Rauðahafinu er töluvert grennri en Rauðahafið sjálft og mér þykir líklegra að þau hafi farið yfir þar í staðin fyrir að fara í suður lengra inn í Egyptaland. Þessi fjörður ætti að vera nógu mjór til að ganga yfir, jafnvel á svo ?stuttum? tíma.
Smá um bænir: Ég tel að bænir séu ekki til að biðja um að fá eitthvað eins og flestir hugsa þær, þess vegna rætast þær mjög sjaldan. Bænir bæta hugarfar þitt til sjálf þíns og þess vegna rætast ekki bænir um alheimsfrið eða svoleiðis hluti, en hins vegar þá eiga þær til að rætast ef þú biður um eitthvað sem þú getur bætt sjálfur eins og að hafa meira sjálfstraust eða hluti sem tengjast þér sjálfum, og ekki eitthvað: ?Ég vil finna 2.000 kall úti.? því það er ekkert sem sem hugarástand þitt getur haft áhrif á.


Takk fyrir.