Fyrir nokkrum árum síðan fluttum við í nýtt hús, en svo seinna meir fór ég að finna fyrir óþægindum heima hjá mér og eins og einher væri að reyna að ná sambandi við mig og mér fannst alltaf einhverjir vera hjá mér. Það varð svo sterkt að á endanum gat ég ekki sofið. Ég fór í klaustur í hafnafirðinum og talaði þar við fólk sem ráðlagði mér og lét mig fá talnaband og leiðbeiningar til þess að hjálpa öndunum að fá frið og fara alla leið upp og hér eru leiðbeiningarnar og bænirnar sem ég fékk:

(ath. þetta gerði ég alltaf áður en ég fór að sofa, það tekur langan tíma aða fara með þetta allt,ég veit ekki hvers vegna það á að fara með sömu bænir aftur og aftur, en það er þess virði ,það fór allaveganna hjá mér. Eftir nokkurn tíma hverfa andarnir burt af staðnum og þá geturu hætt að fara með þetta og lifað eðlilegu lífi heima hjá þér!)

Bænir Rósakransins:

Signing:
Í nafni Föðursins og Sonarsins og hins Heilaga Anda. Amen.

Pósturleg trúarjátning:
Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Og á jesúm Krist, hans einkason, drottin vorn; sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn; sté niður til heljar; reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður álmáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.

Faðir vor:
Faðir vor, þú sem ert á himnum! Helgist þit nafn; komi þitt ríki; verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni; gef oss í dag vort daglegt brauð; og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér of fyrirgefum vorum skuldunautum; og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Amen

Maríubæn:
Heil sért þú, María, Full náðar! Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, guðs móðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Lofgerðarbæn:
Dýrð sé Föðurnum og syninum og hinum Heilaga anda; svo sem var í öndverðu, er enn og verður ávallt og um aldir alda. Amen.

Leiðbeiningar:
1. Þú signir þig og biður postullegu trúarjátninguna.

2. Þú biður “Faðir vor”.

3. Þú biður þrisvar Maríubæn.

4. Þú biður Lofgerðarbæn.

5. Þú biður faðirvorið

6. Þú biður tíu sinnum Maríubæn

7. Þú biður Lofgerðarbæn

8. Þú biður faðirvorið og síðan tíu sinnum Maríubæn

9. Þú biður Lofgerðarbæn og ferð síðan með faðirvorið

10. 10 sinnum Maríubæn og síðan Lofgerðarbæn og svo biðja faðirvorið

11. svo Biðja Lofgerðarbæn og 10 sinnum Maríubæn svo Lofgerðarbæn svo faðir vor svo aftur Lofgerðarbæn og svo 10 sinnum Maríubæn

12. svo endarðu með því að biðja Faðir vorið