BARNABRENNUR

(Ég var að lesa í Brennöldinni þegar ég rakst á þessa frásögn, og vakti hún hjá mér mesta óhug… Að fólk skuli hafa verið svo klikkað!!!!!!!!)

Það sem vekur einna mestan óhug í galdra- og samsærismálum þessa tímabils (frá 15du-18du aldar) er sú staðreynd að það var ekki einvörðungu fólk með skoðanir og ásetning sem hafnaði á bálinu heldur einnig, og jafnvel enn fremur, varnarlausustu einstaklingarnir. Barnabrennurnar eru átakanlegur vitnisburður þess hve langt er hægt að ganga í sjálfsréttlætingu og sefjun þegar tekist er á um hugmyndir og áhrif í nafni trúar eða samfélags. Viðbrögð síðari tíma manna, og uppgjör við þennan kafla í mannkynssögunni, hafa ekki heldur verið hughreystandi á stundum.

Barnabrennur voru alltíðar á 16du og 17du öld og þess jafnvel dæmi að börn væru í meirihluta sakborninga. Allt fram á þessa öld hafa kirkjunnar menn leitast við - ekki einungis að leiða hjá sér heldur - að réttlæta framgöngu starfsbræðra sinna í galrafárinu. Dæmi um það er málflutningur kaþólikkans Montague Summers sem í inngangi að þýðingu sinni á Nornahamrinum efast ekki eitt augnablik um að kirkjan hafi í raun og veru átt í stríði við þaulskipulagða hreyfingu djöfladýrkenda með það markmið að brjóta niður skipan Guðs og samfélag manna. Þess vegna - segir Summers - höfnuðu lítil börn á galdrabálinu víða í Evrópu, að þau voru í raun og veru verkfæri djöfulsins:

The code of this mysterious movement lays down; „it is also necessary to gain the common people (das gemeine Volk) to our Order. The great means to that end is influence in the schools.” This is exactly the method of the organizations of witches, and again and again do writers lament and bewail the endless activities of this sect amongst the young people and even the children of a district. So in the prosecutions at Wurzburg we find that there were condemned boys of ten and eleven, two choir boys aged twelve, „a boy of twelve years old in one of the lower forms of the school,” „the two young sons of the Prince’s cook, the eldest fourteen, the younger twelve years old,” /…/as a number of young girls. Amongst whom „a child of nine or ten years old and her little sister” were involved. (Summers 1970/28, xix)

Tilvitnuð orð voru sett á blað árið 1927 og af þeim verður ekki annað skilið en það hafi verið nornirnar, samsærismenn djöfulsins, sem með athæfi sínu báru þessi barnslíf á bálið. Höfundur gleymir því eitt augnablik að það voru fulltrúar siðmenningarinnar sem hlóðu köstinn - og lögðu eld að.

(HEIMILD: Brennuöldin eftir Ólínu Þorvarðardóttur)