-Hvað er E.S.P.

ESP stendur fyrir: “Extra Sensory Perception. Það er eins og sjötta skilningsvitið. ESP er í raun hópur af nokkrum dulrænum eiginleikum (t.d. skyggni, hugsanaflutningur og stundum að hreyfa hluti með hugarorkunni). Vinsælasta merkingin nútildags er að nota hugar kraftinn á hluti (t.d.: hugsanaflutningur virkar vanalega best á milli tveggja persóna. Ekki með spilum). En ESP virðist engu að síður virka, svo ég kalla ESP: ”kraftinn til að vita án þess að vita" (t.d.: Í póker, gætirðu VITAÐ að einhver er að gabba, eða jafnvel giskað hvaða spil hann er með (eða vitað hve öruggur hann er með leikinn sinn), giskað á lottó tölur…)

-Svo! Hef ég ESP?

Vissulega! Að einhverju marki, höfum við öll hugar krafta, eins og við getum öll talað, eða gengið. En þar sem þú hefur líklega aldrei notað þá, þú veist ekki að þeir eru innra með þér, og þú veist líklega ekki hvernig á að nota þá.

-Hvernig get ég lært að nota ESP?

Einfalt! Ég útbjó þrjár einfaldar æfingar sem þú getur æft aftur og aftur, og með tímanum muntu sjá árangur! En mundu! Nema ESP kraftarnir þínir eru SÉRSTAKLEGA öflugir, ekki búast við að gera alltaf rétt! Þegar vísindin reyndu að gera tilraunir með ESP, þá mistókst þeim að sanna að þeir (kraftarnir) væru raunverulegir vegna þess að tilrauna þáttakendurnir höfðu ekki alltaf rétt fyrir sér! Þeir unnu tölfræðilegu líkurnar um nokkur stig en ekki nóg til að vísindin myndu samþykkja þetta sem sönnun.

Vindum okkur í nokkrar æfingar. Þú munt þurfa:

Stokk af VENJULEGUM spilum. (NEI! Ekki nota Jyhad eða galdra spil bjáninn þinn)
Eitthvað til að skrifa með.
Eitthvað til að skrifa á.
(Venjulega, það sem þú notar til að skrifa á, ætti að vera yfirborð sem hægt er að skrifa á með hlutnum sem þú notar til að skrifa með. Ekki nota krít, og pappír, það passar ekki vel saman)

Svo núna, taktu stokkinn, og fjarlægðu öll mannspil, jókera og ása. Þetta er gert til að einfalda skynjunina. Sjáðu fyrir þér sjálfum, þú munt ekki bregðast eins við ÁSI, eins og SPAÐA ÞRISTI. Svo til að minnka rugling, fjarlægðu þá, svo þeir hafi ekki áhrif á viðbrögðin meðan þú stundar æfingarnar. Svo það sem ætti að vera eftir í stokknum, eru 2,3,4,5,6,7,8,9,10 af öllum fjórum litunum. (þú ættir að hafa samtals 36 spil)

Prófun #1
Allt í lagi. Taktu það sem er eftir af spila stokknum, og stokkaðu hann. Síðan, láttu hann vísa niður svo þú sjáir ekki spilin. Núna, trikkið hér er að giska rétt á litinn á spilinu.

Fylgdu þessum þrepum:

Taktu spilið á toppnum.
Reyndu að giska á hvaða lit þú heldur á.
Ef þú heldur að spilið sé svart, settu það til vinstri.
Ef þú heldur að það sé rautt, settu það til hægri.
Farðu á þrep 1, og þannig áfram þangað til þú hefur flokkað öll spilin.
Þegar þú ert búinn, gáðu að skorinu. Teldu fjöldann af svörtum spilum til vinstri, og fjölda af rauðum spilum til hægri. Ef þú hefur verið árangursrík/ur í að hlusta á eðlisávísunina, þá ættirðu að hafa 18 spil beggja megin. Annars, þú gætir haft einhver fleiri spil einu megin. Það er ekki slæmt! Ef þú hefur meirihluta rauðu spilanna á rauðu hliðinni, og svörtu spilin á svörtu hliðinni (fleiri en 9) hefur þú sigrað 1/2 líkurnar, en ég mæli með því að reyna þessa æfingu oft, svo þú fáir betri hugboð. Og ef öll rauðu spilin eru á einni hliðinni, og öll svörtu á hinni, ekki vera í vafa um þig lengur! … ÞÚ NÁÐIR ÞVÍ! Þetta var frekar létt æfing þar sem létt var að vinna tölfræðilegu líkurnar.

Prófun#2
Þessi seinni æfing er nokkuð erfiðari. Taktu SAMA stokk, náðu í átta svört spil af sama stokk, og eitt rautt. Þú getur losað þig við restina af stokknum. Brenndu hana eða etthvað.

Svo núna ættirðu að hafa samtals 9 spil: 8 svört og 1 rautt. Stokkaðu þau, og settu þau niður í 3X3 röð og dálk.
Svona:



Það sem þú þarft að gera er að finna Rauða spilið. Núna, þegar þú ert að raða þeim niður, reyndu að gera það eins hratt og þú getur, án þess að hugsa um spilin (hugsaðu um hve loftið er hvítt, hvað borðið glansar eða hvað nærfötin þín er mjúk). Þú ættir að gera þetta vegna þess að meðan þú ert að leggja spilin og veist að þú verður að finna rauða spilið, þá ferðu að hugsa um hvar það gæti verið þegar þú ert aðeins hálfnaður sem MUN valda því að þú geigar oft. Svo ef þú raðar hratt, og hugsar um eitthvað annað, muntu fá betri niðurstöður. Þegar þú ert búin/n, taktu bara villta ágiskun, og veldu spilið sem þú heldur að sé rautt. Það er vanalega FYRSTA spilið sem þú hugsar um að sé rétt. Þú verður að hlusta á eðlisávísunina. Ef þú værir ekki nógu einbeitt/ur þegar eðlisávísunin segir þér hvar spilið er, þá muntu líklega geiga. Ef þú valdir rauða spilið, til hamingju! Ef þú geigaðir, reyndu aftur, og aftur. Núna, taktu blað og skrifaðu á töflu til að vita hvað þú skoraðir. Skrifaðu RAUTT ef þér tókst en ef þér mistókst, skrifaðu þá spilið sem þú valdir. Reyndu þetta oft, og gáðu á skorinu (rétt/hve margar tilraunir). Ég hef vanalega endaskorið 50%. Stigin samkvæmt tölfræðilegum líkum ættu að vera í kringum 11% (1/9) svo sjáðu fyrir þig sjálfan. Ástæðan fyrir því að ég mæli með því að skrifa líka niður vitlausu spilin er vegna þess að í mínu tilviki, svart spilið sem ég valdi var oftast það sama. Svo ef þú sérð það gerast, getur þú reynt að finna það spil í stað hins rauða.

Prófun #3
Núna þetta er erfitt. Taktu allan stokkinn (ekki jógera) og stokkaðu hann. Þú verður að giska á númerið á spilinu, eins og er greint frá hér fyrir neðan:

Taktu fyrsta spilið á toppnum.
Giskaðu hvaða númer það er.
Snúðu því við til að gá hvort þú hafir haft rétt fyrir þér.
Ef þér heppnaðist, settu það til vinstri. Ef þér mistókst, settu það til hægri.
Farðu aftur á þrep 1, og þannig áfram þangað til þú hefur lagt út öll spilin.

Gerðu þetta snögglega, svo svarið sé ósjálfrátt. Ekki nefna allt spilið, aðeins gildið (A, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, J, Q, K) Ég hef ekki enn útbúið stigatöflu fyrir þessa æfingu, ég prufaði þetta bara og varð hissa að þetta virkaði. Ef þig langar til að gera æfinguna erfiðari, reyndu að nefna allt spilið, og setja þau í miðjuna, sem þú náðir næstum því. Svo skemmtið ykkur við að leika ykkur með heilann!