Lófalestur Lófinn hefur undarlegar línur. Sumir halda að það sé bara svo að við getum beygt hendina. Það þarf ekkert að vera. Núna hafa nokkrir vísindamenn sannað það sem lófalesara hafa vitað í þúsundir ára. Lófalestur er gömul grein. Elsta vitneskja um hana er frá steinöld. Það hafa fundist hendur á hellaristum frá þeirri öld og svo fram eftir götunum.
Hvernig fólk les úr hendinni er mismunandi. Til dæmis þá er lófalestu miklu dramatískari í Austurlöndum en í Evrópu. Grikkir í gamladaga voru miklir kaupmenn og kunnu sitt hvað í lófalestri. Það þykir sennilegt að þeir hafa komið með lófalesturinn til Indlands. Á Indlandi eru margir lófalesarar sem lesa aðeins í þumalinn. Þeir geta sagt allt um líf okkar bara með því að skoða þumalinn. Svo eru það sígaunarnir. Það er alræmt að þeir hafa verið góðir lófalesarar. Biskupanir héldu því samt fram að sígaunar væru frá djöflinum. Fólk var forvitið um þetta dularfulla fólk og það fór til þess til að láta spá fyrir sér.
Lófalestur er mjög mikil nákvæmni. Það geta verið margar línur í lófanum eða bara þessar þrjár grunn línur. Hjarta-, höfuð- og ævilínan.
Hjartalínan er efsta línan. Hún er næst fingrunum. Hjartalínan ræður tilfinngarlífi og sýnir hvernig við tengjumst öðru fólki. Af hjartalínunni eru til tvær megingerðir. Líkamlega hjartalínan og andlega hjartalínan. Líkamlega hjartalínan endar á milli vísifingurs og löngutangar. Ef hún endar þar þá er allt í góðu og allt í jafnvægi. Andlega hjartalínan endar yfirleitt undir löngutöng. Hún sveigist ekki í endann eins og líkamlega hjartalínan. Sá sem er með andlegu hjartalínua er rómantískur og vill fela sína innstu tilfinningar og frekar þjást í þögn.
Höfuðlínan segir frá greind og dugnað og sýnir hversu skýrt einstaklingurinn hugsar. Sagt er að sá sem er með langa línu sé gáfaðri en sá sem er með stutta höfuðlínu. En sá sem er með langa höfuðlínu þarf ekkert að nota hana til fulls. Það eru líka til tvær megingerðir af Höfuðlínunni. Hugmyndarík höfuðlína og hagnýt höfuðlína. Hugmyndarík höfuðlína svegist inn í lófann. Sá sem er með hugmyndaríku höfuðlínuna er oft skapandi og hugmyndaríkur. Hagnýta höfuðlínan er bein inn í lófann. Þeir sem hafa hagnýtu höfuðlínuna eru þeir sem lifa í nútíð. Þeir hugsa oft um eitt í einu og eru mjög jarðbundnir.
Svo er það ævilínan. Það eru flestir sem vita hvaða lína það er. Það er línan sem umlykur þumafingurinn. Hún segir ekki hvort að þú munir deyja snemma eða seint heldur hvort þú munir lenda í vandræðum eða veikist. Best er ef líflínan sé skýr og nái vel út yfir lófann. Ef það eru einhver merki eða hún stöðvast í smá tíma en byrjar upp á nýtt. Það kallast rof. Það gæti þýtt veikindi eða tilfinningalega röskun.
Sumir eru bara með tvær línur í lófanum. Líflínuna og svo eina línu sem liggur þvert yfir lófann. Það kallast apaflétta. Það þýðir ekki að viðkomandi sé hugmynda ríkur eða ekki með neinar tilfinningar. Fólk með þessa línu getur verið ótrúlega þrjóskt. Það er reyndar mjög sjaldgæft að þannig lína sé í báðum lófum. Yfirleitt er apafléttan bara í vinstri (hægri hjá örvhentum).
Þetta var svona sitt hvað um lófalestur. Lófalestur er miklu flóknari en þessar þrjár línur. Það eru miklu fleir og minni línur í hendinni sem segja þér hvort þú munir eignast börn, verða geðveikur eða verða læknir.