ég hef oft velt því fyrir mér hvernig fólk túlkar æðri öfl, boðskap þeirra og þær skoðanir sem fólk hefur á boðskapnum.

Ég sjálf trúði því að kraftar og öfl, sér í lagi ærðri öfl séu saman söfnuð orka margra sem trúa á það sama. Samt var ég alltaf að reka mig á það að það hlítur að vera eitthvað meira og mikilfenglegra en saman söfnuð orka margra einstaklinga. Hvaðan kemur t.d. þessi upplifun að æðri máttur ( Guð ) hafi snert mann og þá jafnvel án þess að einstaklingur sé að leita eftir honum. All staðar í heiminum heyrist af fólki sem án sýnilegrar skýringu upplifir heilagan anda eins og það er kallað. Sjálf hef ég upplifað það að vera snert af æðri mátti, og gerðist það á þeim tíma er ég var alls ekki að leita af honum, taldi mig ekki skorta neitt í lífinu. Jafnvel þá átti ég erfitt með að trúa að til væri eitthvað æðra í lífinu, en eftir því sem ég eldist og þroskast trúi ég meira. Og fæ ég að upplifa meira en ég átti von á bæði í sambandi við Æðri mátt og hið dulræna.

Og þá komum við að öðru tengt æðri mátti eða Guði eins og hann er oftast kallaður. Samkvæmt lang flestum bókum sem eru skrifaðar eftir boðskap hans er dulspeki og dulskynjun bannfærð. Þetta get ég ekki skilið. Æðri máttur sjálfur hafði spámenn til að koma boðskap sínum á framfæri, samt virðist sem að sömu mennirnir sem lofa spámenn Guðs í Biblíunni boði það að fólk með dulrænahæfileika séu komin frá djöflinum. Fólk með hæfileika til að hjálpa öðrum og sjá framtíðina og fortíðina hefur verið ofsótt öldum saman vegna túlkanna á bókum sem boða Æðri mátt ( Guð ). Það er ekki fyrr en á síðustu öld ( 20 ) sem fólk með dulræna hæfileika er orðið frjálst að láta í sér heyra án þess að eiga hættu á að vera ákært eða eitthvað verra. En ekki er komið í höfn enn. Ef manneskja kemur fram og talar um dulræna hæfil eika sína er hún allt í einu orðin sérvitringur eða bara geðveik. Þjóðir sem en eru í tengslum við nátturuna og dulrænar upplifanir eru álitnar vanþróaðar og illa upplístar.

Erum við en on the dark ages eða erum við á hraðri siglingu inn í hinn andlega upplísta heim?? Teljum við okkur bara í trú um það að við séum betur upplíst og að okkur sem lifum í hinum dulræna heim sé betur tekið og séum betur skilin, eða erum við að blekkja okkur??

Nú langar mig að vita hvaða álit þið hafið. Hvað hafið þið fengið að upplifa tengt áliti annars fólks á skoðunum ykkar, sér í lagi skoðunum ykkar á hinu dulræna.

Jæja ég vona að ég hafi komið hugsunum mínum rétt frá mér og þið hafði skilið mig.

Kveðja
Icevirgo