Þið hafið sjálfsagt heyrt um þessa verndara og að þeir hjálpi manni. En hvað í raun gera þeir vita kannski fáir. Þegar að manneskja á að fara að fæðast niður á Jarðarsviðið þá fær hún verndara með sér sem að hefur bæði hæfni og eiginleika til þess að sjá sérstaklega um þig. Þessi verndari bæði þroskast upp á við og lærir af því að hjálpa þér. Þegar að þú svo ferð yfir móðuna miklu þá hefur verndarinn lokið starfinu sínu og getur flutt sig hærra í þroskabrautinni. Þannig að verndarinn er ekki bara valinn fyrir þig, þú verður líka að veljast sem heppilegur kostur til þess að þroska verndarann. Eitt er samt víst að hann er tiltækur 24 tíma á sólarhring alla þína ævi. Hann vill þér allt gott og einnig að þú takir á hlutunum þannig að þú þroskist sem mest.
Fyrsta hlutverk verndara eftir að manneskja fer í gegnum endurholdgunarferlið er að fylgja astrallíkamanum frá astralsviðinu og niður á jarðarsviðið og undirbúa okkur að búa í nýjum líkama. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir þá því að við viljum stundum ekki fara í líkamann. En það er Karmað sem að ræður. Þeir koma okkur fyrir einhvern tíma á fyrstu mánuðum meðgöngu. En við erum fyrst um sinn ekki mjög bundinn líkamanum í móðurkviði en tengjumst honum smátt og smátt er líður á meðgönguna. Við tengjumst líka tilfinningarböndum við móður okkur og marga sem að umgangast hana. Verndarinn fylgir okkur síðan eftir það. Á fyrstu árunum þá erum við mjög tengd astralsviðinu og sést það best á því hvað ungabörn sofa mikið. Við ferðumst um það og heimsækjum vini og vandamenn. Stundum leika yngri krakkar við aðra krakka af astralsviðinu og líta þá foreldrar á það sem einhvern ýminaðann vin.
Þegar að ævi okkar lýkur hér á þessu jarðvistarsviði þá er það verndarinn sem að ,,grípur´´ astrallíkama okkar og beinlínis togar líkama okkar hægt og rólega út úr efnislíkamanum. Jafnvel leiðir okkur aðeins um að þessu svokallaða ljósi sem að talað er um að menn sjái. En fæstir muna eftir reynslunni áður en þeir koma að göngunum. Þetta einkennilega svif sem að fólk sem upplifað hefur dauðanánd er öllu stýrt af verndara okkar. Stundum þurfum við að sjá að þessu sé lokið til þess að geta farið með honum. Hann fylgir okkur svo yfir þar sem að ættingar taka fyrst á móti okkur og svo förum við á svokallað sjúkrahús þar sem að við sofum og jöfnum okkur til þess að venjast hinu nýja ástandi. Við erum meira að segja kölluð upp með nafni til að hefja hvíldina. Eftir að henni lýkur(nokkrir dagar eða vikur eftir því hvernig dauðdagann bar að) fáum við ættingja til að sýna okkur staðinn sem að við munum búa á og þá möguleika sem að eru fyrir hendi. Einnig fáum við starf sem að hentar okkur. Það er semsagt búið að undirbúa komu okkar mjög vel. Það er alveg búið að ákveða hvenær það verður. Því er reyndar oft frestað af ýmsum ástæðum en eitt er víst að það er fyrirfram ákveðið. Það eru margir í þessu móttökustarfi. Það er oft erfitt fyrir þá sem að koma yfir að horfast í augu við hvað hefur gerst. Jafnvel áttar fólk sig ekki á því að það sé farið yfirum. Svo er það að umhverfið það mótast síðann af því í hvernig hugarástandi við erum þegar að við komum yfir. Það er æði misjafnt hvernig það er. En við fáum allavega alla þá hjálp sem að við þurfum.