Ég hef verið að fylgjast með þessu áhugamáli í nokkrn tíma og verð að segja að ég er nokkuð ánægður með hvað sumir hafa fram að færa, alltaf er hægt að bæta á sig þekkingu á því sem grípur áhuga manns.

Fólk er hér að koma með reynslusögur sínar og jafnvel frá öðrum sem ekki hafa haft tækifæri á því á eigin spýtur, sem er ekkert nema gott í mínum bókum. Hér koma allskonar sögur og vitnisburðir sem ekki er hægt að “sanna” fyrir öðrum, enda er að mínu áliti engin ástæða til þess.
Þetta er allt gott og blessað vegna þess að þetta áhugamál er nú hér til að deila dulrænni reynslu/vitneskju með öðrum og hef ég sjálfur fengið að njóta góðs af því.

Svo er annað sem ég hef ekki getað skilið til þessa, það eru þessir einstaklingar sem koma hingað og eru að rakka niður þá sem skrifa eitthvað sem ekki samræmist þeirra hugmyndum af lífinu, og svo eru þeir sem segja við öllu sem er skrifað um dulræa reynslu, “þetta eru hormónar sem eru að leika lausum hala”, “það er til vísingaleg skýring við þessu”, “þetta hefur verið draumur hjá þér”, og það besta af öllu er “þú ert klikk, farðu til læknis”.´

Til hvers eru svona einstaklingar að koma hingað og skemma fyrir öðrum, ekki erum við að koma á eitthvað sem þið hafið áhuga á og reyna vera leiðinleg þar, þannig að ég byð ykkur um að vera ekki að koma hingað og vera með leiðindi hér, veit að þetta er nokkuð stór bón, en endilega reynið að sleppa því.

Hér kemur fólk sem veit ekki hvað er að ske í lífinu og reynir að leita svara, eins og allir vita þá eru einstaklingar undir álagi einkum einkum fljótt fældir burt með slæmum mótökum og fúlyrðum.

ps. ef þú hefur ekkert gott að segja, segðu þá ekkert