Árið 1946 fæddist kona að nafni Bergþóra. Hún hefur alla sína tíð búið í sama húsinu. Þetta hús er á þremur hæðum og stendur við Nönnugötu í Reykjavík. Á uppeldisárum Bergþóru bjó hún á miðhæð hússins ásamt föður sínum og þremur systkynum en mamma hennar hafði látist af barnsförum. Amma hennar og frændi bjuggu á neðstu hæð. Árið 1959 lést frændi Bergþóru af slysförum. Amma hennar flutti á hjúkrunarheimili aldraðra og lét eftir sig neðstu hæð hússins. Þau húsgögn sem hún skildi eftir þar voru látin óhreyfð. 4 árum seinna, eða árið 1963, lést amma Bergþóru úr elli. Þá var Bergþóra 17 ára gömul og gekk með sitt fyrsta barn. Var það ákveðið að hún flyttist á neðstu hæð hússins og byggji þar með unnusta sínum og verðandi barnsfeðri.

Vorið 1965 giftis Bergþóra, barnsföður sínum sem heitir Símon.
Áttu þau þá fyrir soninn, Nikulás, sem var 18 mánaða gamall.
Lífið gekk vel fyrir sig hjá ungu hjónunum þangað til að faðir Bergþóru, Ómar, veiktist alvarlega. Hafði hann ætíð búið á miðhæðinni í húsinu og þvertók fyrir það, að vera fluttur á elliheimili. Var þá brugðið á það ráð að hann flyttist niður til Bergþóru og fjölskyldu. Bjó hann með þeim næsta árið, eða þangað til hann lést.

Tíminn leið og árið 1967 eignuðust hjónin sinn annan son sem þau nefndu Ómar.
Mánudaginn 21.september 1970, voru bræðurnir að leik inn í svefnherbergi sínu. Nikulás var þá 6 ára gamall og Ómar 3 ára.
Var leiknum sem þeir léku hagað þannig að sá þeirra sem gat gleypt fleiri trékubba án þess að kasta upp vann. Var faðir þeirra í vinnunni og móðir þeirra, Bergþóra inn í eldhúsi að hafa til hádeigismat. Finnst henni hafa verið einum of hljótt inn í svefnherbergi miðað við að synir hennar væru að leika sér þar þannig að hún ákvað að athuga hvað um væri að vera.
Þegar hún gekk inn í herbergið sá hún hvar yngri sonur hennar sat í hnipri út í horni og starði framfyrir sig. Það næsta sem hún sá var eldri sonur hennar, Nikulás, liggjandi á gólfinu, látinn.
Hann hafði kafnað við leik þeirra bræðra.

Ómar litli varð þunglindur í kjölfar þessara atburðar. Mikil sorg ríkti á heimilinu.
Rúmu ári eftir andlát Nikulásar, hélt Ómar því stöðugt fram að bróðir hans heitinn væri sífelt að birtast honum og hafa í hótunum við hann.
Einu og hálfu ári eftir það úrskurðaði landlæknir, Ómar geðveikann, og sagði að ekki væri nema von eftir þessa lífsreynslu sem hann hafði lent í.
Eftir þennan úrskurð læknis hætti Ómar að halda þessu fram og hætti sökum þess fljótt á lyfjunum.

Það var ekki fyrr en árið 1975, er Ómar var 8 ára gamall, að hann taldi sig vera byrjaðan að sjá bróður sinn aftur.
Lýsti hann reynslu sinni af þessum sýnum þannig að bróðir hans kæmi til hans, náhvítur í framan, og bæði hann um að koma með sér. Ávalt neitaði Ómar beiðni Nikulásar, bróður síns og þá reiddist Nikulás. Hann sagðist ætla að drepa Ómar, rétt eins og Ómar lét hann deyja. Því næst losaði Nikulás um efstu tölurnar á skyrtu sinni og sýndi Ómari á sér hálsinn. Á hálsinum var stór bunga sem myndaðist vegna trékubbsins sem hafði fests þar og orðið Nikulási að bana.
Hélt Ómar litli því statt og stöðugt fram að bróðir hans birtist honum og hefði í hótunum við hann. Aldrei trúði neinn honum. Símon, faðir hans vildi fara með hann til geðlæknis og fá viðeigandi lyf við þessum ofsjónum en Bergþóra vildi bíða og sjá hvort þetta hætti ekki.
Einn daginn breyttist frásögn Ómars, sem alltaf hafði hljóðað eins og nú sagðist hann hafa séð langömmu sína heitna, koma með Nikulási til hans og þylja í sífellu: “Hvað hefurðu gert barn, hvað hefurðu gert”.
Þetta varð til þess að allir fengu nóg og geðlæknir úrskurðaði Ómar með geðveilu og athyglisbrest. Hann fékk við því lyf en þeim gátu fylgt aukaverkanir eins og ofsjónir og ofskynjanir. Þó voru þessar aukaverkanir ekki varanlegar. Læknirinn ráðlagði samt sem áður foreldrum Ómars að láta hann sofa með rúmgafl ef svo kæmi fyrir að hann fengi ofskynjanir í svefni og dytti fram úr.
Upp frá því svaf Ómar ætíð með rúmgafl.

Eftir tvö ár hætti Ómar á lyfjunum sem voru þá talin óþörf.
Læknir sagði að hann hefði náð fullkomnum bata.

Veturinn 1978, voru mæðginin ein heima. Símon var á sjó og áætluð heimkoma hans var ekki fyrr en eftir mánuð. Bergþóra sat fram í stofu við prjónaskap þegar hún heyrði skyndilega skaðræðisöskur og síðan grát innan úr eldhúsi þar sem Ómar, sonur hennar sat.
Hún hljóp inn í eldhús og þar mætti henni eldrautt andlit sonar hennar. Hann kjökraði að hann hefði verið klipinn. Sagði að hann hefði komið og klipið hann. Þegar Bergþóra spurði hver hefði klipið hann vildi hann ekki svara. Eins og áður kom fram var andlit Ómars eldrautt og stór klipför voru á því.

Um hálfum mánuði seinna hófust “ofskynjanirnar” aftur. Ómar hélt því fram að langaamma hans kæmi sífellt til hans og krefðist þess að þau færu úr íbúðinni hennar. Hann sagði að reiði hennar ykist með hverjum deginum og að hún ætlaði að láta þau brenna inni ef þau færu ekki.

Eina nóttina vaknaði svo Berþóra upp við mikil öskur í syni hennar. Hann öskraði á hjálp og grét. Hún hljóp inn í herbergið hans og sá þá hvar Ómar litli lá í ómannlegri stellingu. Hann var með fæturnar lóðrétta upp í loft en búkin liggjandi á rúminu. Hann virtist verja sig og öskraði á hjálp eins og hann ætti lífið að leysa. Hann sagði að hann væri að berja hann, nú ætlaði hann að drepa hann. Bergþóra kastaði sér yfir son sinn til að verja hann og segjist sjálf hafa fundið fyrir höggunum dynja á bakinu á sér þessa nótt.

Daginn eftir var kallaður til miðill. Miðillinn, sem var kona að nafni Ólöf, kom heim til þeirra. Hún vildi meina það að Ómar litli hafi aldrei verið geðveikur nér með athyglisbrest og að allt það sem hann taldi sig hafa séð væri rétt.
Hún sagði að rúmgaflinn á rúmi Ómars væri HURÐIN Á MILLI TVEGGJA HEIMA.
Hún bar þeim einnig þau skilaboð frá Ómari, föður Bergþóru að þau skildu flytja sig á hæðina fyrir ofan. Hún sagðist skildu reyna að særa út þá anda sem hefðu tekið sér bólfestu í íbúðinni en var ekki viss um að sér myndi takast það. Hún brýndi einnig vel fyrir þeim að enginn mætti búa á hæðinni fyrir neðan og að alls ekki mætti reyna að eyða íbúðinni með því að brenna hana eða annað slíkt.

Í dag er Bergþóra 57 ára gömul. Hún býr með eiginmanni sínum, Símoni á miðhæðinni í þessu sama húsi á Nönnugötunni. Ómar er 36 ára gamall og er giftur og á börn. Hann flutti um leið og hann hafði aldur til úr þessu húsi.
Miðlar eru tíðir gestir í þessu umrædda húsi á Nönnugötunni. Allir eru þeir forvitnir um neðstu hæðina og allir segja þeir að engill standi fyrir framan hurðina sem liggur inn í íbúðina á neðri hæðinni og passi að ekkert komist út né inn.

Þessi saga er EKKI uppspuni.

Takk fyrir að lesa.