Ég hef tekið eftir að hér er fullt af mjög fordómafullu fólki sem kallar alla sem lýsa einhverri yfirnáttúrulegri reynslu “klikkaða” og slíkt, jafnvel bara fólk sem trúir á Guð eða eitthvað álíka og á þess vegna að vera “heilaþvegið”. Það er afar leiðinlegt líka hvað margir sem hafa enga reynslu af yfirnáttúrulegum hlutum eins og það er kallað búa til sína eigin steríótýpu af þeim sem hafa reynt eitthvað slíkt.

Svo ég taki sjálfa mig sem dæmi þá hef ég frá unga aldri lent í ýmsum yfirnáttúrulegum hlutum. Ég hef verið utan líkamans, ég hef heyrt í ósýnilegum verum og orðið var við mjög margt, og ég mundi eitthvað af fyrri lífum mínum þegar ég var barn. Gegnum þær minningar hafði ég ýmsa sögulega vitneskju sem ég hefði ekki átt að hafa sem ég komst síðar að að var rétt, hvort sem fyrri lífs minningar eru bókstaflega um fyrri líf eða eitthvað annað sem er önnur pæling. (Sumir tala um genaminni, annars konar tengsl og ýmislegt…En það er eins og fyrri líf hvað sem það er þá að þínu mati og jafn raunverulegt og til dæmis bernskuminningar fyrir þeim sem upplifir þetta.) Ég gæti ómögulega talið upp allt það “yfirnáttúrulega” sem hefur hent mig og þetta hefur bara verið svona síðan ég var lítil. Ég hef líka fengið margs konar staðfestingu á þessu, fundið að eitthvað var að gerast og það gerðist og allt það, og nú er ég alls ekki búin að telja upp það áhugaverðasta við reynslu mína af þessu tagi.


Samkvæmt þessu hlýt ég að vera ein af “klikkaða” fólkinu og nú verður mér væntanlega ráðlagt að hætta að reykja hvað sem ég er að reykja og allt það. En hversu mikil steríótýpa af “rugludalli” er ég þá?


“Andlega týpan” á að vera snarklikkuð, dóphaus.

Hmm, en ég er alveg venjuleg og reyki ekki einu sinni sígarettur eða drekk mig fulla nema einu sinni á ári eða svo. Skrýtið?

“Andlega týpan” á að vera auðtrúa og afar áhrifagjörn og algjört “nýaldarfrík”.

Hmmmm, en ég er mjög tortryggin, mjög sein til að trúa neinu og þoli ekki orðið nýöld (virði samt alveg rétt nýaldarsinna til að trúa eins og þeir gera) fer aldrei til miðla og er með ofnæmi fyrir tarotspilum og öllu þannig. Enda var svona löguðu ekkert haldið að mér, hvað þá að það þætti eitthvað fínt að vera “næmur”. Ég ólst ekki einu sinni upp við bollalestur og ætla ekki að taka hann upp. Ég hef bara engan áhuga, mér nægir það sem kemur til mín “eðlilega”.

Sem sagt, ég er hvorki auðtrúa, né nýaldarmanneskja, ekki að ég sé að bera það saman. Ég á ekki einn kristall, eða eitt tarotspil, ég trúi hvorki á “Michael” skv. skilgreiningu nýaldarfólks né “Píramída power” eða neitt í þá áttina.

Talandi um hvað ég er auðtrúa þá fer fátt meira í taugarnar á mér en skortur á heilbrigðri skynsemi. Ég er mikið fyrir skynsemi og að hugsa rökrétt, allt þetta getur maður nefnilega gert OG verið “næmur”.

Ég myndi svo segja að trúleysingjar væru almennt meira auðtrúa en ég, því rétt eins og fólk í sértrúarsöfnuðum trúa þeir margir eftir einhverjum bókum. Þeir hafa margir lært rökin á “móti” trú, svipað og fólk í trúarbrögðum hefur lært “rökin” með trú.

Ég hef aldrei trúað svona af eða á eftir bókum, ég trúi bara því sem ég hef reynt sjálf, og ég trúi því bara 100% með “hjartanu” eins og það er kallað, partur af “heilanum” efast alltaf, enda er það hans hlutverk. (En ég get ekki sagst ekki trúa fyrir því, því þá væri ég að ljúga að sjálfri mér og ég geri það ekki.)
Ég hef líka alltaf efast um allt sem ég hef lært í skólum og allt sem ég hef lesið í blöðum og double checkað alla hluti áður en ég “kaupi” þá eins og Kaninn segir. Ég efast um að flestir trúleysingjar séu jafn miklir efasemdamenn og ég, þeir hafa bara ekki lent í sömu reynslu og ég, annars væru þeir eins og ég að öllum líkindum, lang flestir, svo einfalt er það, nóga vitleysu “kaupir” margt trúlaust fólk bara afþví hún stendur í blaði eða eitthvað, þeim hættir alveg jafn til þess og trúuðum.


Í stuttu máli: Nei, ég reyki ekki gras, nei ég safna ekki kristöllum (mér finnst samt svo sem ekkert mikið að því þannig) , ég efast um næstum allt, ég er rökrétt hugsandi og skynsöm manneskja, ég er niðri á jörðinni, ég hef gaman af að kanna hluti og læra um þá en er alls ekki auðtrúa, ég lít ekki út eins og hippi, gegn ekki um með langan litríkan trefil og orkuarmbönd. Ég er bara mjög falleg og “cool” kona í útliti, og ef þú sæir mig væri líklega ekkert “geggjað” við mig. Nei, ég hef definitely ekki “hasshausa lookið” sem fordómafullt fólk tengir við næma.

Ég hef svo samt sem áður lent í MJÖG undarlegum hlutum og tel mig vita ýmislegt og hef fengið staðfestingu á mörgu, og já, ég er alveg óhuggulega “heppin”.


Með öðrum orðum, þú ert rugludallurinn en ekki ég ef þú ert týpan sem er að gagnrýna allt hérna. Það ert þú sem hugsar ekki rökrétt.

Ég skal segja ykkur dálítið, ég þekki “geggjaði hippinn” týpuna af nokkrum trúleysingjum og alveg óhuggulega venjulegt fólk sem er mjög gagnrýnið, mjög skynsamt, mjög miklir efasemdamenn, mjög vísindalegasinnað OG MJÖG næmt.

Með ósk um fordómalausara samfélag og hvatningu til að hætta sjúklegum flokkunum og hugsa svart-hvítt.

Fólk er almennt ekki steríótýpur. Ég er viss um að enginn sem hefur verið rakkaður niður hérna fyrir að hafa reynt eitthvað sem einhver annar þekkir ekki er steríótýpa heldur, og margir af þeim vita alveg hvað ég er að tala um. Ekki satt?

Við erum komin með leið á þessu.

Thule.