Pabbi minn var nú um daginn að ferðast með vinum sínum uppað hafravatni í næturreiðtúr og þegar pabbi er kominn að hafravatni seilast hann frammúr þeim og er kominn langt frammúr þeim að lokum.

Svo nokkru seinna heyrir hann annann hófadyn dynja fyrir aftan að sér og sér þar gamlann mann á hestbaki taka frammúr honum með tvo til reiðar.
Pabbi áttaði sig strax á því hvað þetta var og er mikið fyrir því að skoða náttúruna og umhverfið og tekur frammúr kallinum aftur, lítur framan í hann og sér að þessi kall hægir smávegis á sér. Pabbi horfði framan í hann og sá að hann leit ekki við honum. Karlinn horfði beint framm. Svo fara hestarnir aftur á tölt hjá kallinum og stingur pabba af og pabbi hugsaði með sér. “Ég er á svo spretthörðum hesti, hann á ekki að geta tekið frammúr mér”. Tekur aftur frammúr honum. Ennþá lítur hann ekki á pabba heldur horfir beint framm. hann veit ekki af pabba.
Svo ríður pabbi frammúr honum smávegis og sér hann ekki meir.

Þetta kom mér ekkert á óvart að gamlir karlar sem deyja haldi aftur áfram að ríða honum skjóna sínum. En það kom mér á óvart að dýr gangi aftur eins og menn. Hafið þið séð eitthvað svona eða heyrt um eitthvað þessu löguðu?