Kæru hugarar.

Stundum þegar ég fer að sofa, þá finn ég dáldið skrýtna tilfinningu í höfðinu og í sumum hlutum af líkamanum. Ég veit ekki hvað þetta er, en mig langar að vita hvort þetta tengist eitthvað þessum sálförum.

Ég er búinn að vera að lesa dálítið um þessar sálfarir hérna á huga og var að spá í hvort þessar tilfinningar tengjast því eitthvað.

(Ég vill taka fram að það er dálítið erfitt að útskýra þessar tilfinningar).

Þetta lísir sér þannig að stundum þegar ég fer að sofa, þá finnst mér eins og hendurnar á mér dofni og verði bara að engu, (þeas, mér finnst bara næstum eins og ég sé varla með hendur lengur því ég finn ekkert fyrir þeim). Svo eftir það þá fer mér að líða þannig að sé alveg svart (meina þá alveg bik-svart, líkt og ég væri blindur) en þannig er ekki alveg þegar maður lokar augunum.

Svo finnst mér ég finna ýmiskonar tilfinningar í höfðinu (líkt og sálin væri að reyna að komast út úr líkamanum til þess að geta sálfarast (annars hef ég svosem enga hugmynd um það).

Ég veit ekki hvort ég geti líst þessu eitthvað mikið meira, en svona er þetta allavega…

Þið sem hafið eitthvað vit á þessum sálförum, endilega segið hvort þetta gæti tengst því á einhvern hátt.

En ef maður ætlar að sálfarast, á maður að hafa augun opin eða lokuð?


Takk fyrir.