Ok þegar ég var um 6-7 ára (get ómögulega munað því að það er svo langt síðan) þá dreymdi mig draum sem ég hef haldi að væri draumur alla æfi þangað til að ég fór að glugga í þetta áhugamál hérna og fór að lesa um sálfarir, að fólk sé kannski uppí rúmi og sé að labba um raunvörulega staði og sjái bara sjálft sig liggjandi í rúminu…

ok ég man ekki hvernig draumurinn byrjaði en held að hann hafi byrjað svona: ég labba útúr herberginu mínu og fram á pall (á heima í tveggjahæða húsi) geng svo inní annað herbergi og langar að fara út þannig að ég (sem held að þetta sé draumur en er svo rosalega raunvörulegt) tek upp stól og ætla að kasta honum útum gluggann til að komast út… En ég fer þá að hugsa að ég gæti verið að ganga í svefni og ekki væri það nú skemmtilegt að fara að hoppa sofandi útum gluggann og lenda kannski ofan á stól… þannig að ég fer aftur inní svefnherbergi til að gá hvort að ég sé alveg örugglega sofandi. Jújú þarna ligg ég (sem sagt ég sé sjálfan mig eins og maður á að geta í sálförum) þannig að ég fer þá aftur inní herbergið með stólnum og glugganum og kasta stólnum í gluggan. En núna núna get ég ekki munað hvort að ég kastaði stólnum í gluggann og hann brotnaði ekki eða ég kastaði honum út og sjálfum mér á eftir og draumurinn búinn… en ég veit að hann varð ekkert lengri en þetta.

nú vil ég fá álit ykkar hvort þetta flokkast undir sálfarir eða bara venjulegan draum hjá ýmindunaríkum dreng.

þess má geta að ég dreymdi svona um 5 meðvitaða drauma / sálfaraðist, og ég var að labba um heimabæ minn og ég reyndi alltaf að fara á ákveðna staði en þessi draumur/sálför sem ég lýsti hérna er eina skiptið sem ég sá sjálfan mig sofa…
:D