Ég tók eftir því á korkinum að fólk vissi ekki hver Nostradamus var. Því ákvað ég að skrifa smá grein um þennan merkilega mann.

Michel de Nostradame, betur þekktur sem Nostradamus hefur verið nefndur “Konungur spámannanna”. Hann fæddist í Frakklandi
23. des 1503. Hann nam læknisfræði við háskólan í Montpellier en auk þess var hann sífellt að grúska í stjörnufræði og dulspeki. Hann tók þátt í báráttunni gegn bólusóttinni. Í stað margra hefðbundna læknisaðferða þeirra tíma notaði Nostradamus ýmis náttúrulyf með undraverðum árangri.
Hann varð fljótt nokkurs konar þjóðhetja vegna lækningaaðferða, hugrekkis og gjafmildi í garð fátæklinga. Fyrirmönnum læknafélaga var þó í nöp við Nostradamus og móðguðust herfilega þegar hann neitaði að nota lækningar aðferðum þeirra. Hann var sakaður um að nota töfrauppskriftir norna og seiðmanna. Þeir gátu hinsvega lítið aðhafst vegna þess að reynslan sýndi að læknislyf hans stóðu “vísindalegum aðferðum” þeirra langtum framar. Oftar en einu sinni var hann kallaður til yfirheyrslu á vegum kaþólska rannsóknarréttarins en tókst í hvert sinn að smeygja sér undan grunsemdum þeirra.
Á árunum milli þrítugs og fertugs fóru forspárhæfileikar hans að koma í ljós. Hann værð æ oftar fyrir dulrænni reynslu. Þekking hans á framtíðinni birtust honum í formi mynda sem hann skynjaði í eðlilegu vökuástandi. Nostradamus reyndi aldrei að komast í snert við þessar “sýnir” með því að nota dásvefn, miðilsdá eða hrifningarástand sálhrifjalyfa. Árið 1555 kom fyrsta spádómsbókin hans, Centuries út. Spádómarnir voru settir fram í formi hnitmiðraðra ljóða og vöktu mikla athygli.
Einn spádómurinn varaði Hinrik II Frakkakonung við að taka þátt í burtreiðum því slíkt gæti leitt til höfuðáverka, blindu og jafnvel dauða. Hinrik tók ekki mark á spádóma hans og þann 10. júli tók hann þátt í burtreiðum riddara sem endaði með ósköpum. Skoskur riddaraliðsforingji Montgomery að nafni, rak lensu sína í gegnum gyllta hjálmgrímu konungs með þeim afleiðingum að hann hlaut sár á augua og hálsi. Hann dó 10 dögum síðar. Montgomery sagði síðar “bölvaður sé sá sem spáði þessu svo vel og djöfullega” Og æstur múgurinn brenndi bækur hans á götum Parísar.
Þetta var ekki eina skiptið sem Nostradamus lenti í klípu vegna spádóma sinna. Þegar hver spádómurinn á fætur öðrum tók að rætast greip um sig taugatitringur meðal hefðarfólksins í Evrópu. Margir heimtuðu að kirkjan léti til skara skriða gegn Nostradamusi. En hann hafði hinsvegar sérstakt lag á að koma sér í mjúkinn hjá æðstu valdamönnum þess tíma. Á efri arum naut hann bæði virðingar og velsældar. Nostradamus dó 1566 og hafði þá aðsjálfsögðu spáð fyrir eigin dauða.

Nokkur dæmi um spádóma hans sem hafa ræst:

Báðar heimstyrjaldirnar, franska byltingin, fæðing Hitlers og upphaf nasismans, kjarnorkuvopn notuð í hernaði.

Og spádómar sem eiga eftir að rætast:

Efnahagskreppa á Vesturlöndum, kosning Andkrists – beitir voldugar þjóðir ofríki, innrás Kínverja í Evrópu, París tortímd, Reykjavík verður fyrir barðinu á geislavirkri vindhviðu, Stjórnleysi á Íslandi og víða í Evrópu, Ný heimskipan – Styrjaldir líða undir lok.

En hafa verður í huga að Nostradmus reyndi að gera spádóma sína torskilda. Hann notaði stundum líkingamál úr goðafræðinni, blandaði saman frönsku, grísku og latnesku, ásamt fornum heitum á borgum og stöðum. Þar að auki voru spádómar hans ekki í réttri tímaröð. Þetta gerði hann til að vernda sig gegn rannsóknarréttinum. Hann var líka þeirrar skoðunar að þekking á hinu óorðna væri ekki ætluð hinum lötu og illa upplýstu.

Mér þætti gaman að sjá einhverja umræðu um þennan mann hérna. Var hann mesti spámaður sem uppi hefur verið eða hafa þeir sem túlka spádóma hans blásið hann upp? Endilega segið mér ykkar álit á þessum manni.