Mér hundleiðist og ákvað að drepa tímann með að deila furðulegri lífsreinslu með ykkur þar sem þessi þráður passar best fyrir söguna.

Þegar ég var lítil var ég alltaf með fjörugt ímyndunarafl og frekar utanvið mig og er enn í dag. Mig dreymdi um að fljúga, hitta álfa og þannig. Ég samt gleymdi mér alldrei í neinu, þ.e. ég var alltaf á jörðinni, tók eftir því sem var að gerast í kringum mig. Allavega, ég held að ég hafi verið 4 ára, mamma og systir mín voru á leiðinni inná klósett að bauka eithvað, ganga frá þvotti eða einthvað álíka, ég stóð á ganginum fyrir framan stóra spegilinn okkar hjá símaborðinu, ég horfði á mig í smá stund og einbeitti mér að flugi, eða hugsaði bara *fljúgðu fljúgðu* svo sá ég allt verða svart í speglinum, ég sá fullt af hvítum depplum eða stjörnur og ég sá mig taka á loft í speglinum, einsog ég sveif í geimnum, stóð allveg bein en ekki á gólfinu, var að átta mig í ca 2-3 sek en þá komu mamma og systir mín framm og allt hvarf, ég sá mig bara eðlilega í speglinum. Eðlilega mundi ég ekki trúa svona löguðu en ég man svo vel eftir þessu! Einsog þetta hafi gerst í gær! Og þetta var meira en raunverulegt, ég trúi ekki að þetta hafi bara verið of sterkt ímyndunarafl… ég er ekki að segja að ég hafi flogið eða neitt en ég sver að ég sá í speglinum! Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað þetta hafi verið en ekki þorað að segja fólki í ótta um að það haldi að ég sé klikk, en þið hafið ekki hundsvit á því hver ég er svo ég þarf ekki að panikka. Ef einvher gæti haft einhverja hugmynd um eithvað sem tengist þessu eða álíka, endilega deilið því. Ég veit ekki hvað þetta var… en ég er viss um að þetta var ekki ég að gleyma mér í fantasíum.