Þegar ég var lítill kom stundum dálítið undarlegt fyrir mig. Ég var að labba
einhversstaðar úti, eða borða ís eða bara eitthvað hversdagslegt, þegar einhver
mjög undarleg tilfinning gusaðist yfir mig. Bara í sekúndubrot í senn. Það var bara
einhversskonar blossi, og ég hugsaði með mér, “Ég er ég”. Ég virkilega fann að ég
var ég.

Mjög undarlegt, og þegar ég fór að endurtaka nafnið mitt í huganum fór það að
hljóma undarlega.

Nýlega hef ég mjög mikið verið að hugsa um lífið og tilveruna, og um það hver ég
er. Ég hóf að skrifa draumadagbók, og gera alls kyns “hugar” æfingar.

Ein af þessum æfingum felst í því að vera til dæmis í göngutúr, og ímynda sér, að
maður sjálfur sé ekki á hreyfingu, heldur öll jörðin sjálf. Maður er alveg kyrr,
nema maður hreyfir bara lappirnar.

Þetta getur verið gaman, sérstaklega þegar maður verður góður í því. Svo er til
alls kyns sjálfsdáleiðsla, til dæmis maður leggst upp í rúm, og slakar á öllum
vöðvum. Svo segir maður við sjálfan sig að allir vöðvarnir séu að þyngjast. Fyrst
tærnar, svo upp allann líkaman. Maður ímyndar sér svo að maður byrji að sökkva
hægt og hægt niður dýnuna eins og niður stiga, þangað til að manni fer að líða
furðulega. Þá segir maður við sjálfan sig að maður ætli að ná einhverju takmarki
innan einhvers tímamarka, og sér sjálfan sig þar.

Þetta virkar. Ég trúi því ekki að þetta sé eitthvað yfirnáttúrulegt, heldur frekar að
þetta festist í undirmeðvitundinni, og maður ósjálfrátt á næstu mánuðum geri
hluti sem leiða mann nær takmarkinu.

Svo var ég að tala við pabba minn um lífið og tilveruna um daginn, og hann sagði
mér frá óþægilegri reynslu frá hans yngri árum. Hann semsagt kom heim, og fór
upp í herbergi, glaðvakandi, og settist á rúmið sitt.

Honum fór að líða mjög einkennilega, og allt í einu fannst eins og hann þyti upp í
loftið, og væri svo dreginn niður í gólfið af rosalegum krafti. Hann var mjög
ringlaður, og lyfti níðþungum augnlokunum, og hann stóð þá við gluggann, og
horfði á sjálfann sig á rúminu.

Honum fannst þetta mjög óþægilegt, og hann segist aldrei vilja upplifa þetta
aftur.

Svo fór ég að spyrjast fyrir um þetta, og talaði við fullt af fólki, sem sagði frá
svipuðum reynslum. Og þetta er ekki ósjaldgæft. Svo veit ég núna að þetta kallast
víst OOBE (eða out of body experience) og las greinar um fólk sem hefur
fullkomna stjórn á þessu og getur ferðast ótakmarkað um tíma og rúm.

Er þetta í alvöru mögulegt eða klikkun? Ég held að þetta geti verið mjög
hættulegt, svipað og að fikta í kerfismöppunni sinni án þess að vita hvað maður
er að gera. Ég samt er mjög áhugasamur um þetta, en er samt hálfhræddur í
senn.

Er þetta einhver upplifun sem er algjörlega í manni sjálfum, eða kannski eitthvað
sem flestir eiga bara erfitt með að skilja því þeir eru svo fastir í fasta
umheiminum?

Mig langar allavega til að þjálfa mig andlega og vera meðvitaður, og gera það á
meðan ég er ennþá ungur. Ég vil ekki lifa sem einhver zombie þar til það er of
seint, og fatta þá að líf manns hafi verið innantómt og mindless.

Geriði það segiði mér meira frá OBEE og hvernig maður getur þjálfað sig án þess
að upplifa eitthvað sem gæti skaðað mig.

:D