Nú hef ég verið að lesa ýmislegt sem er hérna á þessu áhugamáli og var einmitt að svara einni grein um það hvert maður færi við dauðann. Æði margt hefur verið skrifað og sett fram á ýmsa vegu um þetta hugtak, þ.e.a.s. um dauðann og skilgreiningu hans. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér um nokkurt skeið kemst ég að þeirri niðurstöðu að dauðinn er endanlegur, það verður ekkert um mann við dauðann, og á sama hátt breytir það engu hvernig eða við hvaða aðstæður dauðann ber að. Öll trúarrit eiga það sameiginlegt að reyna að fegra dauðann á þann hátt að lesandinn gæti frekar sætt sig við þessa mjög svo óumflýjanlegu staðreynd sem dauðinn er. Að sama skapi reyna flest trúarbrögð að varpa neikvæðri mynd á það að deyða annan einstakling og að taka sitt eigið líf. Mín skoðun er að það sem gerist, gerist óháð því hverju við trúum, hvar við búum og við hvaða aðstæður við lifum.
Svo hafa sennilega flestir velt því fyrir sér hver tilgangur lífsins sé, hvort það sé einhver æðri tilgangur með þessari jarðvist. Enn og aftur geta svörin verið bæði einföld og flókin. Mitt mat er að tilgangur lífsins sé að þróast og koma sínum erfðum áfram til næstu kynslóðar. Einfalt og kalt mat, blákaldar staðreyndir. Sumum mun eflaust finnast þetta neikvætt, en það vil ég ekki meina, það sem gerir alla umræðu um svona málefni neikvæða, er að fólk vill eðlilega hafa hlutina öðruvísi, getur ekki sætt sig við staðreyndir. En lífið er bara svo óskaplega skemmtilegt og svo óendanlega margt sem hver og einn getur gert og áorkað, að sennilega er best að vera ekkert að velta sér upp úr því hver hinn raunverulegi tilgangur er. :)
Lifið heil.
Kv, techno.