Ég er manneskja sem hef mjög lítið vit á dulrænum hlutum. Ég trúi því að það sé margt í heiminum sem hið vísindalega á eftir að útskýra og meðtaka. Alveg eins og þegar menn trúðu því jörðin væri flöt á þá var fólk brennt fyrir að trúa öðru. Það er svo erfitt fyrir mannfólkið að trúa einhverju sem það hefur ekki upplifað og samræmist ekki heimsmynd þeirra. Skiljanlega er mjög auðvelt að flokka allt sem samræmist ekki almennri trú sem bulli!!!
En það sem ég vildi fá að vita er hvort einhver (sjálfsagt margir) hafi upplifað það sem ég finn stundum. Ég virðist yfirleitt vita hver er í símanum þegar er hringt í mig (hahaha…nei ég er ekki með símnúmerabirti)og ég veit oft áður en hringt er þannig að ég er oft komin að símanum áður en hann hringir. Ég fann miklu meira fyrir þessu þegar ég var yngri og því miður hefur þetta veikst eftir sem ég eldist en þetta virðist vera að aukast aftur núna. Ég spái voðalega lítið í þetta og mér hefur aldrei fundist þetta merkilegt… fyrr en vinkonur mínar þegar ég var aðeins yngri fóru að taka eftir þessu. Þær voru byrjaðar að gera veðmál um þetta og alltaf þegar hringt var hrópað “ Ekki svara strax..ok..hver helduru að þetta sé”..og ótrúlegt en satt þá virtist ég ansi oft vita hver þetta var. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég veit það, ég virðist bara fá það á tilfinninguna.. ég einhvern veginn veit það bara. Mér perónulega finnst þetta fullkomlega eðlilegt… enda hef ég tekið eftir að pabbi gerir þetta líka, hann hefur aldrei talað um það en ætli honum finnist þetta ekki alveg eins eðlilegt og mér. Eru einhverjir fleiri sem uppplifa það sama og vita hvað þetta er???????