Eitt sinn bjó ég úti á landi í litlum kaupstað, í gömlu húsi. Ég var búin að verða var við eitt og annað þar. Þannig að ég ákvað að gera smá próf á því hvort að um draugagang væri að ræða. Mig grunaði að ef einhver væri í kjallaranum hjá mér, þá væri þessum aðila illa við háhvaða. Þannig að ég setti græjurnar í botn og spilaði dágóða stund. Eftir smá stund var mér farið að líða alveg bölvanlega í svefnherberginu og ákvað að sofa því í stofunni. Þegar ég var farin að festa svefn heyrði ég mikinn skell í kjallaranum, eins og að eitthvað félli með miklum látum í gólfið. Það fyrsta sem ég gerði var að ath. hvort einhver væri fyrir utan, en það var ekki. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf ofan í kjallarann, heldur ákvað að geyma þá skoðunarferð til morguns. Ég vil taka það fram að sá hluti kjallarans sem hávaðinn kom frá var læstur og mannlaus þar sem ég var bara einn í húsinu. Næsta morgun fór ég ofan í kjallarann og það er skemst frá því að segja að ekkert var á gólfinu sem hefði geta dottið þangað og orsakað þennan hávaða né neinstaðar annarstaðar í kjallaranum.

Seinna fékk ég skyggna stelpu sem ég þekkti til að koma og ath. hvað væri í kjallaranum hjá mér. Við aflæstum hurðinni og þá var hurðinni læst strax aftur innanfrá. Það er alveg pottþétt að enginn var í kjallaranum hinum megin við hurðina, a.m.k. enginn þessa heims. Sú skyggna sagði að hér væri greinilega einhver á ferð sem vildi fá að vera í friði. Hvað var hér á ferðinni???