Könnun sem gerð var í Bretlandi sýndi að 43% breta finnst föstudagurinn þrettándi óhugnalegur og óþægilegur. 9% bókstaflega hötuðu hann. Hvers vegna er fólk svona hrætt við þennan dag. Það gerast ekki fleiri slys á þessum föstudegi en öðrum.Ég las um mann sem hafði oft brotnað og lent í bílslysi á þessum degi og mér datt ekki annað í hug en að hann væri eitthvað bilaður. Eitt sinn ætlaði bretlandsstjórn líka að afsanna þessa hræðslu vegna þess að sjómenn neituðu að sigla á þessum degi. Ákveðið var að byggja skip, vinna við það var hafin á föstudeginum þrettánda og var skipið skýrt HMS Friday. Því var svo siglt úr höfn í London og var ferðinni heitið til Ebby eða eitthvað. Skipið sigldi út á haf og sást aldrei til þess meir.Þetta var í lok 18. aldar. Hverjir eru hræddir við þennan dag? Og hvers vegna? Hefur eitthvað komið fyrir ykkur á þessum degi og hversvegna er fólk hrætt við töluna 13.