Jesú er vissulega mitt á meðal oss í dag ég hef oft fundið fyrir honum sjálfur, en Kristnir menn um allann heim trúa á þríeinan Guð þ.e. Faðirinn, Sonurinn og Heilagur andi sem eru eitt en eru líka þrjár mismunandi persónur og er Jesús mitt á meðal okkar í sínum heilaga anda, ekki í persónu sem Jesús Kristur heldur sem heilagur andi, það er líka talað um að hann sitji við hægri hönd Guðs föðurs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða í trúarjátningunni þannig að hann mun ekki snúa aftur fyrr en að dóminum kemur enda var hann alltaf að birtast lærisveinunum áður en hann fór og eftir að hann var farinn birtist hann þeim ekki aftur heldur sendi þeim Heilagan anda á Hvítasunnudag. Í fyrsta kafla Postulasögunnar stendur líka:
“Upp numinn

Meðan þeir voru saman, spurðu þeir hann: ”Herra, ætlar þú á þessum tíma að endurreisa ríkið handa Ísrael?“

Hann svaraði: ”Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs sín valdi. En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.“Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeirra.

Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: ”Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“

Það er nokkuð skýrt að sjá af þessu að Jesús mun koma aftur og birtast okkur á sama hátt og hann fór það er í skýi eða á einhvern stórkostlegann hátt.

Veit ég líka að Jesús vill lítið hafa með miðilsfundi og þvíumlíkt þar sem að það er talað skýrt um það í Biblíunni í 3. Mósebók 19:31 ”Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda, farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim. Ég er Drottinn, Guð yðar."

@postle