Já margir velta því fyrir sér hvort draugar séu til.
Einsog flestir hef ég einhvern tíman ekki trúað á drauga…en ég gerði það núna.

Ég veit þetta er kanski frekar fjölskyldu mál og ég ætti ekki að blaðra þessu hér en :

Frændfólk mitt býr í fjölbýlishúsi, amman á neðri hæðinni,deila svona húsinu saman.
Afinn dó fyrir einhverjum árum.
Þau eru frekar nýflutt að utan og þegar þetta gerðist bjó elsti strákurinn ennþá úti með kærustunni.
Hann kom í smá heimsókn heim til Íslands með kærustuna og þau gistu á neðri hæðinni.
Eitt kvöldið var mamman (tengdar mamma stelpunnar) að labba með henni í neðri íbúðinni á ganginum þegar stelpan stansaði snöggt og varð alveg stjörf og mamman gat ekki ýmyndað sér hvað var að henni en sagði svona “pabbi,ef þetta ert þú réttu þá hendina fram” og stelpan rétti hendina framm ennþá alveg stjörf.
Hún var alveg í shocki eftir þetta.
Það gat engan vegin verið að hún hafi fake-að þetta því hún kann alsenga íslensku nema hæ ha og nei eða eitthvað svipað.

þetta er kanski ekki beint saga um draug , en anda allavegna.