Eitt sinn lá ég í rúminu seint að kvöldi og var að reyna að sofna. Þá finnst mér eins og hendur taki utan um mig. Mér varð bylt við og reyndi að fókusera á að bægja burt þessum ofskynjunum. Þá er tekið þéttingsfast utan um mig, annað hvort eins og einhver sé að faðma mig eða reyna að kreista mig. Ég varð náttúrulega hrædd því ég hef hvorki fyrr né síðar orðið fyrir svonalöguðu en sagði “verunni” að fara burt.

Hvað var þetta? Þetta er of sterkt til að vera bara ímyndun. Er þetta eitthvað læknisfræðilegt? Hefur einhver annar orðið fyrir svipaðri reynslu?