<BR>
Ég trúi því fullkomlega að fólk verði fyrir svona reynslum, en hvernig á að útskýra þær veit ég ei. En mín persónulega skoðun á þessu er að þetta sé ástand sem ekki er ósvipað skýrdreymi, en þó ekki alveg sami hluturinn.
<BR>

Ég er alveg viss um að fólk sé ekki geðveikt (ég veit um fólk sem hefur lent í þessu og það sýnir ekki almenn merki geðveilu) þó það verðir fyrir þessu og þeir sem vilja halda því fram um fólk sem hefur lent í svona vita ekki hvað geðveiki er. Þeir hræðast bara það sem þeir þekkja ekki. Hinsvegar er auðvitað til einn og einn einstaklingur sem orðið hefur fyrir þessu og orðið geðveikur. Enginn verður þó geðveikur bara útaf svona reynslu; en gæti þó auðvitað orðið það ef hann er andlega óstöðugur fyrir.
<BR>

Sálfarir eru virkilega merkilegt fyrirbæri sama hvað sumt fólk segir (það hefur oftast ekki orðið fyrir þeim) en ég get þó ekki verið samþykkur því að þær sanni eitthvað tilvist sálarinnar.
<BR>

Sumir vilja meina að sálfarir sanni tilvist sálar og að maður fari út úr líkamanum á hverri nóttu meðan maður sefur. Aðrir vilja meina að þetta sé afbrigðilegt ástand vegna
einhverskonar heilabilunar en hafa þó ekki komið rannsóknum á þessu efni langt á leið. Sumir rannsóknarmenn útskýra þetta einnig sem einhvers konar draumkennt ástand, ekki ósvipað skýrdreymi. Og enn aðrir segja að þetta séu reynslur sem verða þegar vitund manns blandast við vitund annars lífsforms (annars manns eða kannski háþróaða geimveru) og maður skynji sig utan líkamans vegna þess að maður er ekki vanur því að verða fyrir því að \\\“horfa út frá augum annarar veru\\\” (Mikið af heimspekilegum og trúarlegum skoðunum á heiminum hafa verið þær að allir hlutir tengist saman á einn hátt eða annan og það sama á auðvitað við um vitund [eða sál] manna).
<BR>

Mér finnst sálfarir vera persónuleg og jafnvel trúarleg reynsla sem engum kemur sérstaklega við nema einstaklingnum sem verður fyrir þeim. Ekki ósvipað sterkum draum-reynslum eða, fyrir suma, persónulegum reynslum af hugleiðslu.