Það hefur oft verið talað um að dýrin séu með sjötta skilningsvitið (eða sjöunda, eða áttunda eða e-ð) Það hefur líka sannast margoft að t.d. rottur eiga auðvelt með að rata hvort sem þær séu inni í völundarhúsi eða sökkvandi skipi. Sensagt, ef þú ert um borð í sökkvandi skipi og þekkir ekki leiðina út, eltu þá rotturnar. Því miður hefur þessi hæfni rottnanna til að lifa af leitt til þess að þær eru mjög óvinsælar hjá mönnum - Það er nánast ómögulegt að losna við þær.

En rottur eru ekki þær einu sem eru með annað skiilningsvit. Hér er ég með stórfurðulega, sanna sögu:

Það var einu sinni maður sem var tvöfaldur persónuleiki. Annar karakterinn var lögga, mjög snyrtilegur og vel til fara. Hinn karakterinn var atvinnulaus (eðlilega) og alls ekki eins mikið snyrtimenni. Maurinn átti hund, scheffer. Hjá löggunni mátti hann alls ekki koma inn í stofu sökum þess að það var teppi þar (þeir sem hafa e-n tíma þurft að þrífa hundahár úr gólfteppi vita hvað ég meina). En hjá hinum gaurnum (þessum “ekki snyrtilega”) mátti hundurinn koma inn í stofu. Sensagt, þegar gaurinn var lögga, sat hundurinn alltaf við þröskuldinn hjá stofunni, en þegar hann var hinn gaurinn, var hundurinn hjá honum inni.
Eitt kvöldið þegar “löggan” var að horfa á sjónvarpið, breyttist hann allt í einu í hinn gaurinn. Það gerðist s.s. ekkert sérstakt og gat maður ekki tekið eftir neinni breytingu með berum augum. Maðurinn hélt bara áfram að horfa á sjónvarpið eins og ekkert hefði í skorist. En um leið og maðurinn breyttist, kom hundurinn, sem setið hafði við þröskuldinn, vappandi inn og tók vel á móti honum.