Mig langar til að segja ykkur frá einu sem ég lenti í.Ég flutti inn í nýja íbúð fyrir 4 mánuðum.Strax fystu dagana þá fór ég að finna fyrir einhverju.T.d. ég tíndi hálsfestinni minni sem að ég ætlaði að nota þetta kvöld.Ég leitaði út um allt að henni en fann hana ekki,þannig að ég notaði bara aðra.Þegar ég kom heim um kvöldið þá var hálsfestin mín ofan á klósettsetunni,ég sem kom inn og fór beint á klóið….tilviljun??svo tíndi ég lyklunum mínum og fór út í búð sem er rétt hjá þar sem ég á heima ég var í ca 10 mín og þegar ég kom heim voru lyklarnir þar sem ég geymi þá vanalega,ég var nottla búin að leita út um allt að þeim.Þá vissi ég að það var einhver í íbúðinni með mér og það sem mér fannst skrítnast var að mér þótti bara dálítið vænt um það því að ég einhvern vegin hélt að það væri ca 8 ára strákur.Svo eina nóttina þegar ég var að fara að sofa þá allt í einu opnaði ég augun og leit að hurðinni á herberginu mínu.Þar stóð hvít vera en ég sá ekki andlitið ég sá bara útlínurnar vel en andlitið var bara hvítt,samt fannst mér eins og veran brosti fallega til mín.Ég sá að þetta var ca 11 ára strákur með hárið klippt í stall(einhvern vegin vissi ég að hárið væri brúnt þó að ég sá nottla bara hvítt)mér leið rosalega vel og horfði á hann í ca 1,5-2 mínotur.Þá lokaði ég aðeins augunum en þegar ég opnaði þau aftur var hann horfinn.Svo sofnaði ég.Næstu daga leið mér ágætlega ég var ekkert hrædd hérna heima eða hugsaði neitt þannig.En kærasti minn sagði mér að hann væri farinn að heyra hljóð frammi í eldhúsi á næturnar og eins og einhver væri að elda eða eitthvað.Hann var dáldið hræddur við það svo að ég bað hann (strákinn)um að hætta þessum látum og ekki hreyfa dótið mitt,því að hann snerti bara mitt dót en ekki það sem kærasti minn átti.Eftir það lét hann það í friði.Ég var líka orðin dáldið hrædd við þetta allt þó mér leið vel þegar ég sá hann og dagana á eftir.Jæja ég er að hugsa um að hætta búin að skrifa og skrifa en segiði mér hvað ykkur finnst um þetta og hvort fólk lendir oft í svona og bara ykkar álit :))