Hingað til hef ég oftast geta ráði fram úr draumum.
Þetta er hlutur sem að ég virðist bara geta gert, sama á við Tarrot spilin, þau tala bara við mig.
En með draumana nota ég ekki bara þetta “gutt feeling” heldur líka bara þetta augljósa.
Ef að það er mikið um ótta í draumunum er það sjaldnast að það sé eitthvað virkilega slæmt að fara að gerast, heldur er það ótti manneskjunar sjálfrar, oftast þegar að fólk er að flýja er það að flýja ótta sinn osfv osfv.
Mér finnst að fólk eigi að horfa á slíka drauma sem vísbendingu um það að kanski sé komin tími til þess að taka til í hjartanu og horfast í augu við sjálft sig.
Það er að mínu mat ekki mikið sem að kemur á óvart í andaheiminum ef að maður er ekki að ana þangað inn óvarin og óundirbúin.
Oftast fáum við bara að vita það sem að við ráðum við og getum tekist á við.