Oft hef ég fundið á mér með allskonar hluti. Eins og t.d. þegar ég var lítill þá fann ég oft eitthvað vantaði en vissi aldrei hvað það var svo að ég reyndi að pæla ekkert mikið í því. Svo eitt sinn þá segjir vinur minn að hann var að frétt að mamma hans hafi eitt sinn eignast son löngu áður en hann fæddist. Sá hafi fæðst með hjarta galla og hafi ekki lifað nema nokkra daga. Hann var voðalega hissa á þessu og vissi ekki hvernig ætti að taka á þessu. Ég reyndi að hjálpa honum eins og ég gat, en sagði honum að tala betur við mömmu sína um þetta. Svo var þetta gleymt en allt einu fór ég að hugsa um þetta og fannst eins og ég ætti einhver staðar bróðir og að pabbi hafi átt hann. Ég hélt að þetta væri bara rugl í mér og ég væri bara að ímynda mér þetta allt saman.Ég reyndi að hætta að hugsa um þetta en gat það ekki,þetta kom af og til í huga mér. En svo ekki u.þ.b 1 ári hætti ég að hugsa um þetta. En svo allt einu fyrir 4 dögum kom sagði pabbi mér að hann þyrfti að segja mér svoldið en vissi ekki hvernig hann ætti að segja mér þetta. En svo sagði hann mér loks að bróðir minn hafi verið á netinu í ættfræði og sló nafnið hans pabba inn þá kom upp nafnið á mömmu,pabba og okkur systkynunum en þar stóð líka að pabbi ætti annan son sem við vissum ekkert um. Hann sagði mér að fyrir eitthvað um 37 árum þá hafi verið strákur dæmdur á hann. Ég spurði hvort að hann hafi haft eitthvað samband við hann en pabbi hefur aldrei séð hann eða talað við hann því að hann var og er svo vissum að hann ætti ekkert í þessum strák. Ég er búinn að vera alveg ringlaður síðan að ég frétti þetta. Hafði ég þá rétt fyrir mér að ég ætti einhver staðar bróðir eða var þetta hrein tilviljun?