Frænka mín sem mér þótti mjög vænt um dó í byrjun sumars núna í ár
bara rúmlega tvítug. Ég tók það mjög nærri mér, enda vorum við
góðar vinkonur og héngum mikið saman. Ég var alltaf að hugsa um
hana og fékk hana á heilan. En svona tveimur til þremur mánuðum
eftir að hún dó þá kom hún til mín, ég veit ekki hvort mig dreymdi
það eða ekki, en ég held að þetta hafi verið hún en ekki draumur.
Ég var heima hjá mér í rúminu mínu og ég var hálfsofandi og
hálfvakandi. Ég leit á stól sem er hliðinn á rúminu mín og frænka
mín sat þar og hló. Ég ætlaði að fara að sega eitthvað við hana en
ég var svo þreitt að ég sofnaði. Um morguninn þegar ég vaknaði var
stóllinn þarna en ekki hún.
Ég er eiginlega alveg viss um að þetta hafi ekki verið draumur af
því áður en þessi sama frænka mín dó, þá vaknaði ég eina nóttina,
og gekk framm en samt eitthvernveginn hálfsofandi hálfvakandi og sá
þessa frænku mína. Ég hélt að þetta væri draumur en síðan komst é
að því að hún hafi komið þessa sömu nótt og mundi eftir að hafa séð
mig labba fram og fara síðan aftur in