Ég hef alla tíð trúað því að börn sjá eitthvað meira en við hin sem eldri erum. Þegar ég varlítil átti ég vin sem héti Halldór sem enginn sá nema ég og við lékum saman inn í herberginu mínu og ég talaði við hann og alleis. Svo einn daginn var ég úti að keyra með foreldrum mínum, hef verið svona 3-4 ára þegar ég segi þetta; mamma farðu í belti, Halldór segir að maður eigi alltaf að vera í bílbeltum því hann dó í bílslysi. Ótrúlegt að svona lítill krakki láti þessa setningu út úr sér og foreldrum mínum brá ansi mikið því þau tóku þessum vin ekkert alvarlega í fyrstu og kannski vegna þess að foreldrar mínir hafa alltaf trúað á einhvern æðri mátt og vitað að hér var sennilega ekkert bull á ferðinni.